Flugstoðir héldu AFIS námskeið 25 mars til 18 apr og voru þar starfsmenn ýmissa flugvalla.
Þórshafnar, Vestmannaeyja og Ísafjarðar einnig voru þar Tommi Waage, Ída Þórarinsd og Þórir Indriða frá SFÍ.
Þetta var mjög yfirgripsmikið námskeið, enda var verið að alla virka daga frá kl. 08:15 til 16:00.
Ástæða á veru okkar svifflugfólks var að til stendur að setja í gang á sumarkomanda AFIS þjónustu á Sandskeiði að einhverju eða öllu leyti.
Aðalefni námskeiðsins voru þrjú. Veðurfræði flugs í höndum Unnar Ólafsdóttur verðurfr. AIP kladdinn, hvar og hvernig að nota hann til að ná í upplýsingar um skiptingar loftrýmis, ofl. ofl. Viðbúnaðarþjónusta og þeir ferlar sem þar skal nota, varðandi fystu viðbrögð við hugsanlegum óhöppum og raunverulegum. Námskeiðið var feikilega fróðlegt og upplýsandi, þekking sem vissulega á eftir að skila sér í umræður á Sandskeið. Þ.I.