Vetrarstarf byrjar

Ef einhver skyldi halda að lognmolla ríki kringum svifflugstarfsemina þessa dagana, þá er það ekki svo. Langt í frá! Veturinn byrjar vel, skýlin eru full og flest tæki og tól hafa verið færð til byggða en félagar hafa verið að fást við ýmis mál.

Dyttað hefur verið að Nautó og Skerjó. Nú lekur húsnæðið í Skerjafirði aðeins á einum stað. Menn hafa verið misduglegir við vinnu, nokkrir mætt og unnið en aðrir lítið sést. Minnt er á vinnukvöld í vetur: á þriðju- og fimmtudögum, sem og að mæta í Laugardalinn í hádeginu á miðvikudögum og næra sig og spjalla.

Hér er tækifærið notað og auglýst eftir nokkrum startstjóraflíkum og sjálflýsandi vestum sem virðast hafa farið á flakk. Ef þið verið vör við fyrrnefnt þá endilega komið með þetta í Skerjafjörð, sem og ef eitthvert dót tengt sviffluginu skyldi hafa flækst heim með einhverjum. Kíkið nú út í bílskúr og takið til, þarf ekki að koma bílnum inn?

Ritstjóri