Heldur var byrjunin slöpp og ekkert flogið fyrr en á fimmtudag. Þá voru flogin 10 flug, Á föstudag var flogið eitt flug en það er merkilegt fyrir það að Orri kom á TF-PAC og dró Ásgeir í loftið á TF-SAL. Þá kom helgin....
Báða dagana var vestanátt 10-15 hnútar og termikk hang. Flestir komust upp og algengur flugtími var yfir einn tími og allt upp í rúmlega tvo tíma. Laugardag og sunnudag urðu flugin alls 25 auk tveggja gæsa og steggjafluga.
Undirritaður vill nota þetta tækifæri til að koma á framfæri ábendingum vegna skráningar fluga á TF-SAA. Það hefur komið í ljós að þeir sem skrá þessar upplýsingar í tölvukerfi félagsins geta ekki alltaf lesið það sem stendur í bókinni (hverju sem þar er um að kenna). Vegna þessa er farið fram á að menn vandi sig við þessar skrifitir og noti helst prentstafi. Einnig er ekki alltaf ljóst hver eigi að greiða fyrir flugið. Reglan sem hefur verið notuð er að ef tveir flugmenn eru skráðir er kostnaðinum skipt jafnt á milli þeirra ef annað er ekki tilgreint í athugasemdum.
Með svifflugkveðju,
Friðjón.