Flugdegi frestað - gosmynd

 

Flugdegi sem átti að vera á laugardag 28. maí á Reykjavíkurflugvelli hefur verið frestað. Var það gert vegna álags sem skapaðist í kringum flugmál í gosinu og sem enn er verið að vinda ofan af. Ekki er vitað hvort Flugdagur verður í haust eða hvort honum er frestað til næsta sumars.

Verið dugleg við að mæta á Sandskeið þegar viðrar. Það styttist í að formlega kennsla hefjist.

Unnið er í lista yfir vinnuliðin.

Kveðja,

ritstj.

 Gos í Grímsvötnum. 

Myndina tók Kristján Sveinbjörnsson úr TF-SAA, mótorsvifflugu.