Geymsla

 


Undanfarnar helgar hefur verið tekið á móti ferðavögnum (og reyndar bátum líka) í vetrargeymsluna eins og venja er til. Allar svifflugur eru nú sundur teknar og komnar í bæinn en Dímónan er ennþá flughæf. Hugmyndin er að hún fari um næstu helgi og þá eru örfá geymslupláss laus uppi á Sandskeiði.
Hins vegar eru ennþá heilmörg laus pláss í gróðurhúsinu á Dalveginum fyrir tjaldvagna og þarf etv að gera markaðsátak til að fylla. Nánari upplýsingar í síma 8601918.