Myndir frá Danmörku

 

Allt tekur enda og nú eru ferðalangar komnir heim frá Kaupmannahöfn. Reglur og viðhald bar hæst á góma en fleira var tekið fyrir. Fyrir þá sem vilja kynna sér klúbbinn sem var heimsóttur er hér slóð glider.dk. Það má gjarnan minna á slóð um norrænt samstarf í svifflugi nordic-gliding.org/ en utan um hana er vel haldið af Claus Nedergaard Jacobsen, þar má finna ýmis námskeið og var á þinginu sérstaklega tekið fram að Íslendingar eru velkomnir. Sömuleiðis var nefnt að sum námskeiðin eru á ensku. Nokkrar myndir fylgja með frá ferðalaginu.