Norður á Melgerðismela

Svifflugshelgi á Akureyri verður haldin á Melgerðismelum helgina 9-12 september.

Svifflugfélagið áætlar að fara með 3 vélar, Duo, LS-8 og Dimon-una og Akureyringarnir verða með sinn Twin og mögulega verður LS-3 einnig til taks. Ef áhugi er fyrir hendi þá er möguleiki að fara einnig með LS-4.

Helgin er í samvinnu beggja svifflugfélaganna og með stuðningi Arngríms Jóhannssonar.

Lagt verður af stað að kvöldi fimmtudags og komið til baka að kvöldi sunnudags. Svefnpokapláss fyrir þá sem vilja verður í Hyrnunni á Meðgerðismelum. Hægt verður að fá far með þeim sem aka norður en nánari upplýsingar gefur Skúli í símum 5307209 / 8987209 eða í netfangi skuli@husanaust.is

Áætlað er að setja vélarnar í vagna á Sandskeiði á miðvikudagkvöld og er öll aðstoð vel þegin.

Veðurspá er enn óljós, því er haldið opnum þeim möguleika að fresta ferðinni um eina viku.

Kveðja,
formaður