Áhugasamir notendur vefsins hafa vafalaust orðið varir við truflanir undanfarna daga. Við vitum ekki alveg hvað er að gerast en stundum hrynur allt samband við vefþjóninn en í önnur skipti hefur verið takmarkað samband við hann. Við munum fylgjast með ástandinu og bregðast við truflunum með viðeigandi hætti.
Í leiðinni má benda á nýjan hlekk á síðunni, neðst í listanum hægra megin. Hann sýnir upplýsingar frá veðurstöðinni á Sandskeiði. Þessar upplýsingar eru úrdráttur úr þeim upplýsingum sem tölva Isavia í Harðarskála sýnir. Einnig er hægt að fá þessar upplýsingar í mæltu máli í talstöð á 135.0.
Veðurstöð Vegagerðarinnar við Litlu kaffistofunaer búin að vera niðri síðan í fyrra þannig að undir kaflanum Veður á Sandskeiði hefur ekkert sést lengi. Stefnt er að því að setja þar lykiupplýsingar (vind, hitastig o. fl.) úr veðurstöðinni.
Bestu kveðjur,
Friðjón.