Helgarpistill

Flug þessa vikuna hefur gengið vel.  Mánudag fram til miðvikudags voru flugskilyrði mjög góð.  Menn hafa verið duglegir að mæta og hefur starfsemin oft verið byrjuð upp úr hádegi á virkum dögum.  Menn hafa komist í útflug um miðjan dag en svo hefur verið “hangið” seinnipartinn.  Gærdagurinn var ekki eins góður þar sem norðanáttin lét á sér standa en í dag eru mjög góð hangskilyrði.

 

Höfum þó saknað margra nemenda og eldri félaga.   Fljúgum eins og enginn sé morgundagurinn……..

 

Bestu kveðjur

 

Vinnulið 9. – 15. Júlí