Vikan 28. júní - 7. júlí

 

Flug dagana 28. júní til og með 7. júlí var svona og svona enda svolítið sérstakt að tvær krappar lægðir fóru yfir landið á þessu dögum.

Þann 28. fór C-ið í sex flug, þar af eitt sem var vortékkur kennara, en það þurfti að hressa upp á kennslurétt Orra Eiríks.  S-ið fór í tvö kennsluflug. Kalli brást ekki og fór flug á TF-SBS.

29. júní voru flogin  þrjú á C-ið, annað var það ekki.

Til og með 30. júní var eitthvað um notkun á TF-SAA, og þann 30. datt út lofthæfisskírteinið og verður það vonandi sem stystur tími sem svo verður.

2. júlí flaug TF-SWK eitt flug sem varði í 1:27 ekki meira þann daginn.

3. júlí. Þennan dag kom besti atburður til þessa á  þessu sumri, vonandi verða fleiri slíkir, Reynir Björnsson fór í sóló á C-inu.

Annars voru ellefu flug á TF-SAC þennan dag.

4. júlí. Farin voru níu kennsluflug þetta kvöldið.

7. júlí. Dagsfélagi sem er að fara að gifta sig fékk Ásgeir Bjarna til fara í steggjaflugsæfingar og heldur nú óhræddur inn í framtíðina.

Kveðja, Þórir Indriðason

Ísak Freyr o.fl. 

 Hópur velvalinna svifflugmanna.