Dimonan, TF-SAA er nú óflughæf af völdum Flugmálastjórnar Íslands (FMS).
Reyndar stefndi í að kennslusvifflugurnar ASK-in, TF-SAC og Duo-inn,
TF-SAS yrðu líka óflughæfar en ekkert varð úr því.
Hér fyrir neðan er skýrður aðdragandi og staða þessa sérkennilega máls.
Eins og félagsmenn vita hefur félagið staðið á haus vegna nýrra
reglugerða um viðhald loftfara.
Nýjar evrópureglur og FMS hafa í sameiningu gert íslenskum
flugvélaeigendum verulega erfitt fyrir að halda flugvélunum lofthæfum.
Nú snýst allt um viðhald loftfara eða öllu heldur skrifræði loftfara
sem önnur evrópulönd þar á meðal skandinavar hafa aðlagað og dempað í
framkvæmd á meðan FMS er smásmugulegt og neikvætt í kröfum sínum.
Til viðbótar hefur félagið fengið á sig ýmsar tilskipanir og jafnvel
hótanir frá FMS um ýmis önnur atriði á meðan sama stofnun svarar illa
og ekki erindum félagsins.
Fyrir rúmri viku síðan barst svo skyndilega póstur þar sem krafist
var að taka svokallaða ACAM skoðun á svifflugu.
Félagið hafnaði þessari skoðun, félagið hafði áður fengið á sig ACAM
skoðun sem var meingölluð. Skoðunin grándaði sviffluguna í tvígang
eingöngu vegna umdeildra pappírsmála. T.d. kom seinni grándunin til
vegna þess að eitt eyðublað hafði verið notað til í útfyllingu en FMS
krafðist þess að lágmarki þrjú eyðublöð skuli fyllt út.
Gerði félagið strax athugasemdir við hina umdeildu skoðun en engin
svör hafa borist við þessu eða öðru.
ACAM skoðun er ný samevrópsk skoðun byggð á hinum nýju Part-M reglum
þar sem bæði flugvél og ekki síður pappírar vélarinnar eru skoðaðir.
Tilgangur þessara skoðana er samkvæmt evrópureglum fyrst og fremst að
kanna heildarástand loftfara í viðkomandi landi. Nota skal
slembiúrtak við val á flugvélum svo náist sú yfirsýn sem þarf.
ACAM skoðanir FMS virðast hinsvegar í engu samræmi við evrópureglur
og geta því vart fgallið undir ACAM.
Eðlilegt er að hafna frekari ACAM skoðunum FMS fyrr en svör hafa borist.
Viðbrögð FMS við höfnun félagsins var að kyrrsetja (gránda) strax TF-
SAA og hóta dagsektum og jafnvel kyrrsetningu hinna kennsluvélanna ef
FMS fengi ekki að skoða þær.
Við reyndum vissulega að ræða við Flugmálastjóra og leita sátta og
samninga en þeim umleitunum var pent hafnað og vísað á kæruleiðir ef
við værum ósátt.
Í stöðunni reyndi á ráðuneyti flugmála sem taldi sig ekki geta skipt
sér af valdníðslu FMS og benti okkur á að nýta kæruheimildir.
Úr varð að við fengum ungann og öflugann lögmann, Katrínu Oddsdóttur
hjá lögmannsstofu Ragnars Aðalsteinssonar til að leggja fram
stjórnsýslukæru og var hún lögð inn til ráðuneytisins aðeins þremur
dögum síðar. Kæran er greinargóð, lýsir ítarlega málavöxtum og er um
leið áfellisdómur yfir stjórnsýslu FMS sem hefur þverbrotið lög og
reglur.
Í kærunni var krafist frestunar réttaráhrifa, þ.e. að kyrrsetningin
(grándunin) gangi til baka.
Samkv. lögum á að afgreiða þannig kröfu svo fljótt sem kostur er og
hefur umboðsmaður alþingis ítrekað þá kröfu í úrskurði.
Ráðuneytið segir samt að bráðabirgðaúrskurður taki 3-4 vikur sem við
erum vissulega ósátt við enda á skjön við stjórnsýslulög.
Við munum bíða og vona að ráðuneytið verði þó traustsins vert í
úrskurði sínum.
Við frekari rannsóknir okkar á ACAM skoðunum FMS kemur betur í ljós
að þær standast ekki reglur og staðla EASA eða lög og reglur Íslands.
Samkvæmt fyrirmælum EASA eiga stjórnvöld að útbúa formlegt kerfi og
fara eftir útgefnum reglum.
Þá á val á loftförum að vera handahófskennt. Ekkert af þessu virðir
FMS og er ljóst að FMS handvelur út loftför og grándar þau flest með
stífum kröfum og túlkunum.
Hvergi á norðurlöndunum og mögulega hvergi í evrópu er farið að taka
ACAM skoðanir á svifflugum enda er mönnum í mun að skaða ekki
flugstarfsemi í eigin landi meir en þörf er á.
Hinsvegar fer hin íslenska FMS offari í þessu máli og eyrir engu.
Að sjálfsögðu hefur félagið boðið FMS að taka almenna skoðun á
svifflugum félagsins en FMS hefur ekki þegið boðið.
Við vonumst til að Dimonan verði sem fyrst flughæf að nýju og FMS
grándi ekki aðrar svifflugur. Félagið gæti þó þurft að bíða í allt
að 6 mánuði eftir niðurstöðu málsins ef allt fer á verri veg.
Fjárhagslegt tjón félagsins er verulegt af þessari grándun og
málarekstrinum en við vonum að félagið fái bættan skaðann með
einhverjum hætti.
Þá er ljóst að ef verklag FMS og EASA reglur breytast ekki, eru
rekstrarforsendur félagsins brostnar miðað við óbreytt ástand.
Áætla má að heildarkostnaður félagsins vegna þessa alls kosti yfir 10
milljónir á síðustu tveimur árum og stefnir í nokkrar milljónir til
viðbótar á næstu tveimur árum.
Þess má geta að fjölmargir aðilar, einstaklingar, flugklúbbar,
flugrekstaraaðilar, flugskólar og flugvélaverkstæði, fagna
stjórnsýslukæru Svifflugfélagsins.
Þeir hafa sent félaginu skriflega hvatningu við að brjóta á bak aftur
valdbeitingu FMS enda margir lent í útistöðum við stofnunina nú
síðustu mánuði.
Kristján Sveinbjörnsson formaður.