Félagsfundur

Kæru félagar!

Nú þegar sólin er farin að sýna sig fyrir alvöru er tilvalið að halda félagsfund og gleðjast yfir því að geta senn flogið um loftin blá. Fundur er fyrirhugaður þriðjudaginn 22. maí kl. 20.15 á Sandskeiði. 

Þar verða öryggismálin til umræðu eins og ætíð á vorin. Gjaldkerinn er í essinu sínu og ræðir tillögu að nýrri gjaldskrá.

Allir velkomnir.

Kveðja,
stjórnin.