Sóló endurnýjað

Björn Björnsson endurnýjaði sóló sitt fyrir skömmu og stefnir á næstu dögum á nýjan ,,fálkatjékk" á Dímonu. Hér má líta Björn og síðan sólóköku sem hefð er fyrir að mæta með eftir sóló á Sandskeiði.

Það er farið að hausta og svifflug hefur dregist saman. Um næstu helgi er stefnt á að undirbúa og hefja móttöku fyrir vetrargeymslu. Framkvæmdir við afréttun og lengingu flugbrautar verða á næstu dögum, hvenær verður sáð í bútinn er ekki alveg ljóst, nú eða í vor.

Þórir Indriðason sendi okkur þessar línur og mynd.