Vikan 27. júní - 1. júlí

Heimtur á startstjórapistlum hafa verið með eindæmum lélegar í sumar. Er þar hugsanlega um að kenna los á skipan vinnuliða og villum í upplýsingum um vinnulið á heimasíðu.  Verður ekki farið nánar út í þá sálma hér, nú eiga réttar upplýsingar að vera á síðunni. Góð vinnuregla er að hringja í þá sem ekki mæta ef þeir skyldu hugsanlega ekki vera með á nótunum. Símanúmer eiga að vera á innra neti heimasíðunnar. Eru allir búnir að uppfæra sitt símanúmer? Þórir mun örugglega senda línur fyrir þá daga sem hann hefur verið uppfrá. Sjálf skrópaði ég hálfa þessa viku, án þess að vita af og var ekki fyrr en ég hringdi uppeftir - að biðja um startstórapistil, að menn glottu í gegnum símann.

Fyrri daginn, sem ég mætti, ókyrrðist veður með síðdeginu og svo fór að svifflug féll niður. Menn höfðu margir byrjað daginn snemma og leikið sér í háloftunum. Daníel tókst að svífa lengst eða í allt að fimm tíma. Í dag, föstudag, rignir en menn hafa fjölmennt í Skerjó og unnið þar gott dagsverk. Á morgun, laugardag, verður Íslandsmót sett á Sandskeiði. Þeir sem ekki taka þátt í mótinu ættu að fylgjast með veðrinu, fjölmenna á mótið og njóta þess að vera kringum kappana, þegar loks viðrar aftur til svifflugs.

 

Kveðja, Ída