Flug á Sandskeiði síðastliðna 10 daga, hefur verið helst kennsluflug sem skiptast svona.
8. júlí. 5 flug á C-ið og svo sitthvort á WiskiKassa og DuoDiscus.
9. júlí. 5 flug 1 flug á C-ið , S-ið. Teddi flaug á TF-SKG og líka var eitt flug á WiskiKassa.
10. júlí. Þennan dag fór Ásgeir H.Bjarna með eina gæs til himins annað var það ekki
11. júlí. 15 flug þennan daginn.WiskiKassi og DF áttu 3 flug og 8 flug voru á C-ið og 4 á DuoDiscus.
12. júlí. Ennþá var C-ið var í aðalhluthverki 17 flug þar af átti DuoDiskcus 8.
14. júlí. Voru bara farinn 2 flug á C-ið, Annað var ekki þann daginn.
15. júlí. Var var tekið eitt Sóló, það átti margreyndur áhugaflugmaður Steini Tótu. C-ið fór í 15 flug þetta kvöld. S-ið átti 3 flug og X-ið 1 flug, þar var Einar Ragnars á ferð og var i 2:35 klst. Þennan dag komu loftferðaskírteini fyrir X-ið og TF-SAA svo að betri tímar eru framundan.
16. júlí. 13 flug voru farinn þennan dag, eitt þeirra var TF-STD sem fór á heimavöll sinn Geitamel, Marvin dró á TF-TOG og Baldur Jóns sá um sviffluguna, svo kom Gunnar Arthúrs og sótti vagninn. Annað var að C-ið fór í 7 flug S-ið í 2 og WiskiKassinn 1 og að síðustu X-ið í 2 flug.
17. júlí. Farinn voru 11 flug C-ið 6 og S-ið 5 svo er upptalið.
Þ.I.
Friðrik R. Jónsson, endurkoma á Sandskeið.
Flugkappar nýta skuggann.