Félagsfundur o.fl.

Félagsfundur.
Félagsfundur Svifflugfélagsins verður haldinn í Skerjafirði, þriðjudaginn 15. mars og hefst kl. 20.00
Á fundinum mun Matthías Matthíasson segja frá upphafsdögum svifflugsins og einnig verða sýndar myndir
frá gamla tímanum nú á 75 ára afmæli félagsins.


Svifflugnámskeið.
Fyrirhugað er að halda bóklegt svifflugnámskeið til réttinda svifflugskírteinis. Skúli yfirkennari sér um skráningu á námskeiðið skuli@husanaust.is eða í síma 8987209. Áhugasamir hafi samband við Skúla.


Vinnutími í Skerjafirði.
Fjölmörg verkefni bíða úrlausna. Í Skerjafirði eru skipulögð vinnukvöld á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum, ásamt laugardögum nú í vetur. Einar R. sér um skipulagningu verkefna og áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við hann Einarr@vodafone.is eða síma 66 99 814.  Sími Skerjafjarðar er 897 8730.


Dimonan er að verða flughæf.
Hún verður staðsett í skýli 3 og hægt að nálgast hana til flugs á góðviðrisdögum nú í vor.
Friðjón sér um afnot af vélinni fridjonb@hotmail.com eða síma 698 8086.
Dimonu-kennarar félagsins, t.d. þeir Skúli 898 7209, Tómas 823 66 39 eða Daníel 847 2796 eru tilbúnir að fljúga með félagsmenn og aðra.


Minnum á heimasíðu Svifflugfélagsins, http://www.svifflug.com/ Vekjum einnig athygli á nokkrum öðrum síðum ss:
Nordic Gliding síðuna,  http://www.nordic-gliding.org/  þar er okkur boðið upp á ýmis flugnámskeið.
European Gliding Union, EGU,   http://www.egu-info.org/
Svifflugnefnd Alþjóða Flugmálafélagsins IGC http://www.fai.org/gliding/

kveðja,
stjórnin.