Takið nú helgina 3. - 6. júlí frá og bregðið ykkur austur á Geitamel. Fyrirhugað er að halda þar svifflugsuppákomu og létta keppni eftir reglum sem búnar verða til á staðnum. Svifflugskappar fyrir austan hafa verið og eru jafnan í beinu sambandi við veðurguðina. Þarna er alltaf gott veður! Komi eitthvað upp á með veðrið eða ef Hekla gýs, þá er helgin þar á eftir sem varaskeifa og Hekla Open gæti breytist í Hekla Hot.
Aðstæður eru eins og allir vita sem hafa komið austur, mjög góðar og verður hægt að huga að sameiginlegum kvöldveðri.
Nánari upplýsingar í s. 893-7967 hjá Baldri.