Á fundi Svifflugnefndar FmÍ sem haldinn var 15.04.2024 kom fram áhugi á að halda svifflugmót í sumar í tengslum við flugsamkomu FmÍ í júlí. Langt er síðan Íslandsmót hefur verið haldið og ljóst að þetta mót verður ekki haldið undir formerkjum Íslandsmóts - þetta á þó allt eftir að útfæra. Hugmyndin er sú að færa megi mótið yfir á Geitamel ef fyrirsjáanlegt er að flugumferð gæti truflað það.
Þar sem á þessari stundu er ekki ljóst hvort einhverjar svifflugur í einkaeigu verða með lofthæfiskírteini, vill Svifflugnefndin fyrst kanna hver áhugi manna er á slíku móti áður en mikil vinna er lögð í undirbúning. Við viljum því biðja þá sem hafa áhuga að setja sig í samband við einhvern úr Svifflugnefndinni og láta vita. Í henni eru:
Pálmi A. Franken
Skúli Sigurðarson
Theódór Blöndal
Hólmgeir Guðmundsson
Fyrirhugaður er fundur í nefndinni í maí þar sem ákvörðun verður tekin um frekara framhald.
Pálmi A, Franken