Gjaldskrá 2025
Gjaldskráin gildir fyrir félaga í Svifflugfélagi Íslands og Svifflugfélagi Akureyrar.
Fluggjöld svifflugna
TF-SAC: Mínútugjald kr. 85.
TF-SAL: Mínútugjald kr. 66.
TF-SAX: Mínútugjald kr. 85.
TF-SAS: Mínútugjald kr. 110.
TF-STK: Mínútugjald kr. 66.
Dímóna
TF-SAA: Mótorgjald kr. 200 fyrir hverja mótoreiningu (Tac) eða kr. 20 þúsund fyrir 100 einingar.
Bóka skal flug á svifflug.com.
Tog
Flugtog kr. 7.500 í 500 metra og kr. 3.200 fyrir hverja 250 metra umfram það.
Heimtog eða úttog eftir mæli, kr. 200 á tac einingu.
Spiltog kr. 3.000.
Annað
Árgjald er kr. 40.000. Árgjald 67 ára á árinu og eldri kr. 30.000.
Daggjald fyrir notkun á flugaðstöðu kr. 8.000 á dag, að hámarki 48.000. Lagt á þá sem fljúga sem flugstjórar (ekki á kennsluflug).
Skráningargjald fyrir einkavélar er kr. 1.000 fyrir hvert flug. Geymsla fyrir samsetta einkavél að sumri kr. 18.000.
Vinnupunktur er kr. 900.
Kennari fær 1 punkt fyrir hvert flug.
Startstjóri fær 0,5 punkt fyrir hvert skráð flug.
Togmaður (spil og flugtog) fær 1 punkt fyrir hvert tog.
Félagi skal vera skuldlaus áður en hann hefur flug sumarsins.
Skilvísir félagsmenn mega skulda allt að 100 þúsund krónur en gera skal upp skuldir mánaðarlega. Þeir sem greiða inn á flug og eru ekki í skuld fá inneign sem er 10% umfram innborgunina. Það er háð því að inneignin með innborgun sé amk kr. 50.000 sem gefur þá inneign til flugs upp á kr. 55.000 o.s.frv.
Sumarpakki
Verð kr. 60.000. Innifalið eru ótakmörkuð spiltog og daggjöld sumarsins. Gildir fyrir allar svifflugur (félags- og einkavélar) og Dímónu.
Þeir sem kaupa sumarpakka þurfa ekki að greiða tímagjald fyrir flug á svifflugum félagsins umfram 12 tíma á sumrinu. Gildir ekki um Dímónu.
Öllum félögum er send valkrafa fyrir sumarpakkann í maí, sem greiddur verður að vera áður en flug hefst. Að öðrum kosti flýgur félagsfólk á daggjöldum sem innheimt eru mánaðarlega.
Gestir
Gestir sem koma og vilja prófa að fara í flug (með kennara) borga „stök kennsluflug“ af spili kr. 10.000 og í flugtogi (500m) kr. 14.000. Miða skal við að þessi flug séu ekki lengri en 20 mín.
Sérstök kynningarflug kosta kr. 40.000. Dregið er í 1000 metra, flogið er listflug sé þess óskað.
Svifflugmenn utan félags sem koma sem gestir og fljúga einflug greiða samkvæmt gjaldskrá og aukafélagsgjald kr. 10.000 á dag (daggjald er innifalið), hámark kr. 100.000 á tímabilinu. Aukafélagsgjald veitir engin réttindi í félaginu.
Kennsla
Byrjendapakki, 5 flug kr. 50.000. Flugdagbók er innifalin.
Framhaldspakki 1, 12 flug kr. 120.000.
Framhaldspakki 2, 23 flug kr. 230.000.
Vélflugmannspakki, 15 flug kr. 146.000. Flugdagbók er innifalin.
Nemendur 18 ára og yngri fá 10% afslátt af framhaldspökkum 1 og 2 gegn staðgreiðslu.
Sólópakki gildir árið sem sóló er tekið kr. 30.000 á mánuði fyrir ótakmarkað flug og spiltog.