Leifur Magnússon
Apríl 2012
Renniflugur á Íslandi
Fyrstu þrjár renniflugurnar (e: "Primary Glider") á Íslandi voru í einkaeign, tvær hjá bræðrunum Geir og Indriða Baldurssonum, bifvélavirkjum í Reykjavík, og ein hjá Halldóri Magnússyni, prentara á Ísafirði. Samtals sex renniflugur voru síðar smíðaðar á vegum Svif- flugfélags Íslands í Reykjavík, ein hjá Svifflugfélagi Akureyrar og ein smíðuð fyrir Svifflugfélag Sauðárkróks. Renniflugurnar voru hér aldrei formlega skráðar í loftfaraskrá hjá Flugmálastjórn Íslands eftir að hún var stofnuð 15. mars 1945, og báru því ekki neina TF- merkingu. Hér á eftir er þeim raðað í ætlaða tímaröð miðað við fyrsta flug þeirra á Íslandi.
1. Fyrri rennifluga Geirs og Indriða Baldurssona
Smíði hennar hófst fyrripart sumars 1930, og lauk í febrúar 1931, og fór fram að Hverfisgötu 88 í Reykjavík. Bræðurnir voru báðir bifvélavirkjar. Engar teikningar voru fyrir hendi heldur aðeins farið eftir myndum í tímaritum. Grindin var öll úr Oregon-furu, og vængir og stélfletir klæddir hörlérefti, sem síðan var lakkborið.
Þórður Hafliðason flýgur með Indriða Baldursson í Blanik, TF-SIP (mynd: SFÍ)
Flugan var fyrst reynd á ísilagðri Tjörninni í Reykjavík undir stjórn Helga S. Eyjólfssonar (1906-1985). Hún var dregin af Ford, árgangi 1928 (bílstjóri Björn Gíslason). Bíllinn náði hins vegar ekki nægjanlegum hraða á ísnum þannig að flugan náði ekki flugi. Þeir Geir (1903-1977) og Indriði (1911-1970) skiptust síðan á að stýra renniflugunni. Síðar var hún reynd á Rauðavatni, og þá undir stjórn Bergs G. Gíslasonar (1907-2008), en dráttarbílnum þá ekið af Páli Sigurðssyni. Náðist þá nægjanlegur hraði, flugan fór á loft, en stakkst út á hlið og síðan á nefið. Brotnaði hún illa, en Bergur slapp að mestu ómeiddur. Ástæðan fyrir slakri flughæfni var talin vera sú, að vængir hennar væru of stuttir, vænghafið var aðeins 6 m.
2. Rennifluga Halldórs Magnússonar á Ísafirði
Veturinn 1932-1933 smíðaði Halldór Magnússon á Ísafirði renniflugu í tómum ísgeymi síldar- frystihússins Jökuls, sem þá var nýbúið að fá frystivélar. Högni Helgason aðstoðaði við smíðina. Engar teikningar voru til staðar, en byggt á upplýsingum og myndum í alfræðibók.
Flugan var öll úr furu, og vængir og stélfletir klæddir með venjulegu lérefti, og síðan málað. Halldór fór eina ferð fram af skíðastökkpalli eða hengju, en flaug stutt, enda veðurskilyrðin ekki talin heppileg. Sviptivindur braut annan væng flugunnar, og skömmu síðar skemmdist hún mikið við að grafast um lengri tíma í fönn, - og varð hún þar með fljótt úr sögunni.
Sigurður Baldvinsson með "flugvængi" Halldórs Magnússonar (mynd: AS)
Halldór, sem síðar fluttist til Reykjavíkur, smíðaði ekki fleiri renniflugur. Hins vegar smíðaði hann árið 1933 lausa vængi, sem spenna mátti á sig, og nota við skíðastökk. Auk Halldórs prófaði Sigurður Baldvinsson vængina, og gekk sæmilega, þótt varla væri um flug að ræða. Eftir flutninginn suður gekk Halldór í Svifflugfélag Íslands, og lauk þar A-prófi.
3. Seinni rennifluga Geirs og Indriða Baldurssona, Northrop Glider (Zögling?)
Lokið við smíði renniflugunnar 1936 í Sundhöll Reykjavíkur (mynd: SFÍ)
Smíði hennar hófst árið 1931, en lauk ekki fyrr en 1936, og var nú stuðst við teikningar, sem Helgi S. Eyjólfsson hafði fært þeim bræðrum frá Kanada. Í upphafi fór smíði hennar fram að Hverfisgötu 88, en síðar var einnig unnið að henni í tómri laug Sundhallar Reykjavíkur við Barónsstíg, sem þá var í byggingu. Þessa renniflugu fengu félagar Svifflugfélags Íslands lánaða til æfinga árið 1937 á meðan á smíði fyrstu renniflugu félagsins stóð.
Teikning Agnars Kofoed-Hansen af tilhögun teygjustarts (mynd: AS)
Fyrsta flug hennar í Vatnsmýrinni var 31. janúar 1937. Flugmenn voru Agnar Kofoed- Hansen (1915-1982), Helgi S. Eyjólfsson, Geir Baldursson og Indriði Baldursson. Flogin voru samtals 10 flug, og þessi fyrsta flugæfing stóð í fjórar stundir. Hæst var flogið upp í sex metra hæð. Var henni síðan talsvert flogið þar, og skotið á loft með teygjum. Reyndist hún vel, enda smíðuð, klædd og lakkborin eftir kúnstarinnar reglum.
Renniflugunni flogið í Vatnsmýrinni, Reykjavík, 31.jan. 1931 (mynd: SFÍ)
Skömmu síðar seldu þeir bræður rennifluguna fyrir 700 kr til Svifflugfélags Siglufjarðar, og var hún eitthvað endurbætt þar í Alþýðuhúsinu. Meðal forsvarsmanna félagsins þar voru Sigtryggur Helgason gullsmiður, Gísli Þorsteinsson byggingameistari, Sveinn Ásmundsson byggingameistari og Þórður Björnsson vélsmiður. Bæði renniflugan og félagið sjálft enduðu hins vegar sína lífdaga árið 1940.
4. Fyrri Grunau 9 rennifluga Svifflugfélags Íslands, "Nr. 1"
Hún var smíðuð veturinn 1936-1937 af félögum í Svifflugfélagi Íslands með aðstoð og undir stjórn bræðranna Geirs og Indriða Baldurssona. Smíðin fór fyrst fram í húsi atvinnudeildar Háskóla Íslands, en síðar í Þjóðleikhúsinu, sem þá var í byggingu. Þessi rennifluga var tilbúin 15 júní 1937. Henni var allmikið flogið, og entist til ársins 1940. Flugæfingar voru haldnar á Kjóavöllum í Vatnsendalandi, Móum á Kjalarnesi, Sauðafelli á Mosfellsheiði og Sandskeiði.
Fyrri Grunau 9 rennifluga Svifflugfélags Íslands (mynd: SFÍ)
Vænghaf 10,7 m, lengd 4,9 m, hæð 2,3 m, vængflötur 15,3 m2, vænghlutfall 7,4, tómaþungi 95 kg, hám.þungi 180 kg, hámarks rennigildi 10, lágmarks fallhraði 1,3 m/sek. við 45 km/klst.
5. Þýsk Zögling 35 rennifluga Svifflugfélags Íslands, "Nr. 2", "Máfur"
Þessi gerð var hönnuð árið 1926 af Alexander Lippisch (1894-1976), sem síðar hannaði m.a. Me 163 Komet, fyrstu herflugvélina með eldflaugarhreyfil. Zögling var undanfari SG 38 Schulgleiter, sem var frá árinu 1938 m.a framleidd hjá Edmund Schneider í Grunau, Þýskalandi. Vænghaf 10,0 m, lengd 5,4 m, og hæð 2,0 m, vængflötur 15,0 m2, vænghlutfall 6,7, tómaþungi 86 kg. hámarksþungi 170 kg.
Zögling 35 rennifluga Svifflugfélags Íslands á Sandskeiði (mynd: SFÍ)
Þessari renniflugu, þá með auðkennið D-4-623, var fyrst flogið af Sandskeiði 3. júlí 1938 af Ludwig, þýskum flugkennara, sem kom með leiðangri til Íslands á vegum Deutsche Luftsportverband og Die Internationale Studienkommission für den motorlosen Flug. Auk renniflugunnar var þýski leiðangurinn með Klemm KL 25 flugvél (skrásett D-ESUX) og þrjár svifflugur, tveggja-sæta Schweyer Kranich (D-4-621), Göppingen 3B Minimoa (D-4-544) og Schneider Grunau Baby IIa (D-1-4). Þennan sama dag flugu renniflugunni einnig þeir Björn Jónsson (1915-1995), Helgi Filippusson (1919-1982), Kjartan Guðbrandsson, Leifur Grímsson, Sigurður Ó. Steindórsson og Hafliði Magnússon.
Næstu ár var henni oft flogið hér og notuð samfellt til 10. júlí 1948. Tvö flug eru þó skráð árið 1949, en þá var henni lagt.
6. Grunau 9 rennifluga Svifflugfélags Akureyrar, "Valur"
Svifflugfélag Akureyrar var stofnað 9. apríl 1937, og voru stofnfélagar samtals átta. Félagar í SFA smíðuðu þessa renniflugu á mánuðunum apríl - júní 1938 á verkstæði Kristjáns Aðal- steinssonar, Hafnarstræti 96, Akureyri.
Grunau 9 rennifluga Svifflugfélags Akureyrar (mynd: Flugsafn Íslands)
Alls tóku um 20 manns þátt í smíðinni, og nutu m.a. leiðsagnar þýsks manns, Karl Reichstein. Hann flaug henni fyrsta flugið í júlíbyrjun 1938 af Jakobsbrún fyrir ofan Akureyri. Henni var síðan mikið flogið, m.a. á flugsýningu í Eyjafirði 1939. Þessi rennifluga er enn tiltæk í flughæfu ástandi, og var m.a. flogið árið 2004. Hún er nú geymd og er til sýnis á Flugsafni Íslands, Akureyrarflugvelli.
7. Grunau Ei rennifluga Svifflugfélags Íslands, "Nr. 3", "Smyrill"
Þessi rennifluga, sem var oftast með lítinn skrokk, var smíðuð af félögum Svifflugfélags Íslands veturinn 1937-1938.
Hún flaug fyrst 19. mars 1939, og þá úr spilstarti af Sandskeiði. Þeir, sem fyrst flugu þar, voru Leifur Grímsson, Ingólfur Bjargmundsson (1916-1996), Markús, Sigurður H. Ólafsson, Hallgrímur og Bjarni Krist. Síðasta flug hennar var 6. júlí 1948, en þá var hún tekin úr notkun.
Eitt hestafl til aðstoðar við tilflutninga renniflugunnar! (mynd: SFÍ)
8. Seinni Grunau 9 rennifluga Sviflugfélags Íslands, "Nr. 4"
Þessi rennifluga var smíðuð 1944-1945 af Gísla Sigurðssyni (1919-2003), Hallgrími Jónssyni o.fl. Hún flaug síðast 19. júlí 1948, en brotnaði í lendingu á Sandskeiði, og ekki gerð upp.
9. Fyrri SG-38 Schulgleiter rennifluga Svifflugfélags Íslands, "Nr. 5"
SG-38 Schulgleiter var frekari þróun á fyrri þýskum gerðum af renniflugum, Zögling og Grunau 9, og voru samtals um 9.000 smíðaðar. Endurbæturnar fólust m.a. í stærri stélflötum, sem leiddu til betri stöðugleika, skíði, sem var að hluta til fjaðrað, og heldur betra sæti fyrir flugmanninn. SG-38 Schulgleiter voru m.a. notaðar við grunnþjálfun flugmanna þýska flughersins, Luftwaffe.
Vænghaf 10,4 m, lengd 6,28 m, hæð 2,43 m, vængprófíll Gö 532, vængflötur 16,7 m2, vænghlutfall 6,8, tómaþungi 105 kg (með "bát" 125 kg), hámarksþungi 210 kg, hámarkshraði 115 km/klst., hámarks rennigildi 10 við 52 km/klst., lágmarks fallhraði 1,3 m/sek. við 48 km/klst.
Þessa renniflugu settu saman veturinn 1947-1948 félagar í Svifflugfélagi Íslands undir stjórn Péturs Filippussonar, en flesta meginhluta hennar höfðu þeir keypt tilbúna frá AB Svenska Kano Verken í Svíþjóð.
Henni var fyrst flogið á Sandskeiði 13. júní 1948 af Magnúsi Guðbrandssyni (1924-1999). Þann sama dag flugu henni einnig Þórhallur Filippusson (1930-2010), Sig. Eiríksson, Sverrir Þorláksson, Ásgeir Pétursson (1930-1978), Ómar Tómasson (1934-1970) og Hörður Magnússon (1925-1965). Þessi rennifluga var geysilega mikið notuð. Síðasta flugtakið var 26 júlí 1957, og hafði hún þá farið í samtals 3.468 flug. Hún var endursmíðuð veturinn 1968- 1969, og var tilbúin til flugs sumarið 1969. Var síðan flogið nokkrum sinnum, en gereyðilagðist því miður í flugskýlisbrunanum á Sandskeiði 8. júlí 1973.
10. Seinni Schulgleiter SG-38 rennifluga Svifflugfélags Íslands, "Nr. 6"
Hún var smíðuð 1954 af félögum í Svifflugfélagi Íslands. Fyrsta flug hennar var 26. júlí 1954 af Sandskeiði, og var flugmaðurinn Karl Heinz Seinwert. Sama dag flaug henni einnig Helgi Filippusson. Næsta dag flugu henni Bjarni Steingrímsson, Jóhann Sigfússon, Friðrik Friðriksson, Magnús Ólafsson, Friðgeir Gunnarsson, Ingi Eggertsson, Kristinn Jóhannsson, Ögmundur Karvelsson, Gunnar Pálmarsson og Magnús Sverrisson (1935-2009). Í ágúst 1955 hafði hún farið í samtals 1.200 flug. Hún brotnaði árið 1959, og var ekki endursmíðuð.
10. Grunau 9 rennifluga Svifflugfélags Sauðárkróks
Þessa renniflugu smíðuðu félagar í Svifflugfélagi Íslands árið 1953 fyrir Svifflugfélag Sauðárkróks, sem þá var nýstofnað. Formaður félagsins var Hákon Pálsson (1910-2004), en með honum í stjórn voru Egill Bjarnason ritari, Ingi Sveinsson gjaldkeri, Bragi Jósafatsson og Guðmundur Björnsson. Alþýðublaðið birti 19. apríl 1955 frétt undir fyrirsögninni "Svifflugfélag Sauðárkróks nýlega tekið til starfa; kennsla hafin". Þar segir m.a. að 8. apríl 1955 hafi fyrsta svifflugan (Grunau 9 renniflugan) hafið sig á loft frá flugvellinum á Sauðárkróki, og að ungur svifflugmaður, Þórhallur Filippusson úr Reykjavík, hafi dvalið tvo daga á Sauðárkróki og leiðbeint mönnum í svifflugi. Félagsmenn voru þá orðnir samtals 20.
Morgunblaðið birti 21. júní 1992 frétt undir fyrirsögninni "Gömul rennifluga tekur flugið". Þar var sagt frá því að Flugsögufélagið hafi 14. júní haldið upp á 15 ára afmæli sitt, og í tilefni dagsins hafi Þorgeir L. Árnason (1946-1997) svifflugmaður flogið gamalli Grunau 9 renniflugu, sem nokkrir meðlimir félagsins hafi nýlokið við að endursmíða. Renniflugan hafi upphaflega verið smíðuð árið 1953 fyrir Svifflugfélag Sauðárkróks af Gísla Sigurðssyni, en Pétur Filippusson hafi þá séð um klæðningu hennar. Hún hafi á sjötta áratugnum verið notuð til svifflugkennslu bæði á Sauðárkróki og Blönduósi, en síðar verið um langt árabil í geymslu á Melgerðismelum. Flugklúbbur Sauðárkróks, arftaki Svifflugfélags Sauðárkróks, gaf síðan Flugsögufélaginu rennifluguna árið 1987.
Fyrstu 65 íslensku svifflugurnar
Eftirfarandi upplýsingar um fyrstu fimm skráðu svifflugurnar, sem skráðar voru árið 1946, byggir einkum á skrá í tímaritinu Flug, desember 1953, yfirliti Eggerts Norðdahl (ágúst 1986), og nokkrum öðrum gögnum. Upplýsingar um næstu 19 svifflugur, sem skráðar voru á árunum 1947-1967, byggja fyrst á handskrifaðri samantekt Arngríms Sigurðssonar, og ýmsum síðari gögnum. Upplýsingum um síðustu 41 svifflugan, sem skráðar voru á árunum 1968-2011, hefur verið safnað úr loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands, af vefsíðum Flugheims, Flugsafns Íslands, Svifflugfélags Akureyrar, Svifflugfélags Íslands og ýmsum öðrum heimildum. Bætt hefur verið við ýmsum öðrum upplýsingum, t.d. um hönnun og framleiðslu sviffluganna, helstu mál þeirra og einkenni, síðari notkun þeirra í ýmsum afreksflugum, metflugum eða í svifflugmótum, og um óhöpp eða slys samkvæmt skýrslum Rannsóknarnefndar flugslysa. Starfsfólk lofthæfis- og skrásetningardeildar Flugmálastjórnar Íslands hefur góðfúslega veitt ýmsa aðstoð við öflun og staðfestingu gagna. Í eftirfarandi töflu er íslensku svifflugunum 65 raðað eftir fjölda skráninga af hverri gerð:
fjöldi |
framleiðandi (eða hönnuður) og gerð |
á FMS-skrá, apríl 2012 |
5 |
Schneider og Schleicher Grunau Baby |
SAJ |
4 |
Schleicher Ka-4 Rhönlerche II (tveggja-sæta) |
SAT |
4 |
Schleicher K-8B |
SAR, SAV, SBF, SIG |
4 |
Schleicher Ka-6B |
SAE |
4 |
Litueva LAK-12 |
SBS, SDF, SKG |
2 |
Pratt-Read TG-32 (tveggja-sæta) |
- |
2 |
Schweizer TG-3A (tveggja-sæta) |
- |
2 |
Jacobs og EoN Olympia |
- |
2 |
PIK-16c Vasama |
SIK |
2 |
LET Blanik L-13 (tveggja-sæta) |
ABS, SAP |
2 |
Fibera KK-1 Utu |
- |
2 |
Schleicher K-7 (tveggja-sæta) |
SAB |
2 |
Rolladen-Schneider LS4 |
SAL, STK |
2 |
Schempp-Hirth Duo Discus (mótorsviffluga) |
SAS |
|
|
|
26 |
21 sviffluga og 5 mótorsvifflugur, - ein af hverri |
samtals 13 á skrá |
|
|
|
43 |
26 gerðir af eins-sætis svifflugum |
samtals 21 (49%) |
15 |
8 gerðir af tveggja-sæta svifflugum |
samtals 6 (40%) |
7 |
6 gerðir af mótorsvifflugum |
samtals 3 (43%) |
65 |
40 gerðir af svifflugum og mótorsvifflugum |
samtals 30 (46%) |
Það er athyglisvert, að af þeim samtals 65 svifflugum, sem skráðar hafa verið á Íslandi, voru 15, samsvarandi 23%, hannaðar af Rudolf Kaiser, og framleiddar hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi. Þær fjórar Schleicher K-8B svifflugur, sem hér voru fyrst skráðar á árunum 1963-1980, eru í apríl 2012 allar enn í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands.
Íslensku svifflugunum 65 er hér á eftir raðað í röð eftir skráningarnúmeri þeirra hjá Flugmálastjórn Íslands (FMS-nr.). Í nokkrum tilvikum, FMS-nr. 1-4, 24 og 26-28, liggja ekki fyrir staðfestar upplýsingar um skráninguna, og er röð þeirra sviffluga áætluð. Á árunum 1946-1975 voru íslenskar svifflugur á sérstakri skrá, sem var aðskilin frá öðrum loftförum. Frá og með árinu 1976 voru hins vegar öll íslensk loftför færð í eina samræmda skrá.
FMS-nr. 1 (?) TF-SAB - Laister-Kauffmann TG-4A (LK-10, Yankee Doodle 2)
Þessi tveggja-sæta sviffluga var hönnuð af Jack Laister (1913-2006) og fyrirhuguð til þjálfunar þeirra bandarísku flugmanna, sem ætlað var að fljúga flutningasvifflugum hersins. Hún var framleidd af Laister-Kauffmann, St. Louis, Missouri, Bandaríkjunum. Samtals voru 156 smíðaðar, og af þeim eru nú a.m.k. sex á ýmsum flugminjasöfnum í Bandaríkjunum.
TG-4A, TF-SAB, kennslusvifflugan komin á Sandskeiðið (mynd: SFÍ)
Vænghaf 15,24 m, lengd 6,48 m, hæð 1,22 m, vængflötur 15,2 m2, vænghlutfall 15,1, vængprófíll NACA 4418 (vængrót) og NACA 4409 (vængendi), tómaþungi 215 kg, hámarksþungi 397 kg, hámarkshraði 203 km/klst., ófrishraði 61 km/klst., hámarks rennigildi 22 við 80 km/klst., lágmarks fallhraði 0,97 m/sek. við 73 km/klst.
Svifflugan TF-SAB í niðurníðslu á Sandskeiði sumarið 1961 (mynd: LM)
Svifflugfélag Íslands keypti TF-SAB til Íslands árið 1946, og var hún í almennri notkun hjá félaginu til ársins 1958. Þórhallur Filippusson notaði hana 30. júní 1950 til að fljúga 50 km langflug sitt frá Sandskeiði til Vestmannaeyja, fyrir Silfur-C nr. 4. Þá var hún notuð í þremur Íslandsmótum í svifflugi. Fyrst árið 1958 á fyrsta mótinu, og þá flogið af Einari Frederiksen (1931-1989). Síðan, eftir að þeir Þórður Hafliðason og Þórmundur Sigurbjarnason höfðu endurbyggt hana og breytt í eins-sætis svifflugu árið 1969, var henni flogið af Þórmundi á 5. mótinu 1970 og aftur á 6. mótinu 1972.
TF-SAB í lok 1969, endurbyggð eins-sætis af Þórði og Þórmundi (mynd: LM)
Því miður gereyðilagðist þessi sögulega merka sviffluga í flugskýlisbrunanum á Sandskeiði 8. júlí 1973, - en stálgrindarskrokkur hennar hangir þó enn þar undir skýlisloftinu.
FMS-nr. 2 (?) TF-SAD - Pratt-Read TG-32 (PR-G1)
Þessi tveggja-sæta (hlið við hlið) sviffluga var hönnuð fyrir bandaríska sjóherinn árið 1940, og framleidd af Gould Aero Division of Pratt, Read & Company, Bandaríkjunum. Pratt-Read framleiddi reyndar aðallega píanó, og var TG-32 eina loftfarið, sem þeir smíðuðu. Samtals 101 var smíðuð, en sjóherinn hafði pantað 100. Sjóherinn nefndi gerðina "LNE-1", en þegar fyrir lá sú ákvörðun að hætta við að nota svifflugur í Kyrrahafsstríðinu, fékk flugherinn afhentar 73 þeirra. Ákvað hann þá merkinguna TG-32. Hins vegar notaði flugherinn aldrei þessa svifflugugerð, og voru þær því seldar almenningi svo til ónotaðar í stríðslok.
Kennslusvifflugan Pratt-Reid TG-32, TF-SAD, á Sandskeiði (mynd: SFÍ)
Árið 1952 flugu þeir Larry Edgar og H. Klieford TG-32 svifflugu, þegar þeir settu heimsmet í flughækkun og flughæð fyrir fjölsæta svifflugur, 10.493 m og 13.489 m, en þessi met þeirra stóðu óhögguð í samtals 54 ár.
Vænghaf 16,6 m, lengd 8,0 m, hæð 1,8 m, vængflötur 21,4 m2, vænghlutfall 12,9, vængprófíll GS-4, GSM og GS-1, tómaþungi 349 kg, hámarksþungi 521 kg, hámarkshraði 159 km/klst., hámarks rennigildi 26 við 84 km/klst., lágmarks fallhraði 0,91 m/sek. við 79 km/klst.
TF-SAD var keypt til Íslands árið 1946 af "svifflugdeildinni Olympia".
Svifflugan fórst í flugtaki frá Reykjavíkurflugvelli 27. mars 1948, og létust báðir þeir sem í henni voru, Árni Ólafsson húsgagnabólstrari og svifflugkennari og Ágúst Sigurðsson menntaskólanemi. Togvír í bílstarti slitnaði, og flaug svifflugan á húsið Hörpugötu 9 í Skerjafirði, þegar flugmaðurinn reyndi að snúa aftur við til lendingar á flugbrautinni. Í apríl 1948 var TF-SAD afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands.
FMS-nr. 3 (?) TF-SDR - Fi-1
Þessi sænska sviffluga var hönnuð af Tord Lidman, og sérstaklega ætluð fyrir listflug. Hún var smíðuð árið 1944 af AB Flygindustri, Halmstad, Svíþjóð, og voru aðeins sjö eintök framleidd.
Vænghaf 14,0 m, lengd 6,4 m, tómaþungi 165 kg, hámarksþungi 260 kg, hámarkshraði 200 km/klst., hámarks rennigildi 23.
Sænska Fi-1 svifflugan TF-SDR, ásamt renniflugu, á Sandskeiði (mynd: SFÍ)
Svifflugfélag Íslands keypti TF-SDR sviffluguna til landsins árið 1946, en hún var hins vegar aðeins notuð hér í þrjú ár. Síðan var hún geymd í hálfa öld í svonefndu "gróðurhúsi" félagsins á suðurhluta Reykjavíkurflugvallar.
Árið 1997 ákvað stjórn Svifflugfélags Íslands að afhenda hana sænska svifflugsafninu á Ålleberg til varðveislu. Þar var hún vandlega gerð upp, og fóru um 2.000 vinnutímar í það verk. Hún ber enn TF-SDR skrásetningu sína á hægri hlið skrokksins, en á vinstri hliðinni er SE-SDR. Hún er eina eintakið, sem nú er til í heiminum af gerðinni Fi-1 (www.svs- se.org/museum).
TF-SDR, vel uppgerð, á sænska svifflugsafninu á Ålleberg (mynd: Ålleberg)
FMS-nr. 4 TF-SAF - Schweizer TG-3A (SGS 2-12A)
Þessi tveggja-sæta sviffluga var hönnuð af bræðrunum Ernest og Paul A. Schweizer, og ætluð fyrir þjálfun herflugmanna. Hún fór í sitt fyrsta flug árið 1942, og var framleidd af Schweizer Aircraft, Elmira, New York, Bandaríkjunum. Samtals voru 114 smíðaðar fyrir bandaríska herinn.
TG-3A, TF-SAF, Svifflugfélags Íslands á Reykjavíkurflugvelli (mynd: SFÍ)
Vænghaf 16,46 m, lengd 8,41 m, hæð 2,44 m, vængflötur 22,0 m2, vænghlutfall 12,3, vængprófíll NACA 4416/4412, tómaþungi 390 kg, hámarksþungi 544 kg, hámarkshraði 144 km/klst., ofrishraði 61 km/klst., hámarks rennigildi 24 við 84 km/klst., lágmarks fallhraði 0,91 m/sek. við 72 km/klst.
Svifflugfélag Íslands keypti TF-SAF til Íslands árið 1946, og var hún í almennri notkun hjá félaginu til ársins 1968. Pétur Filippusson notaði hana 24. júní 1950 til að fljúga 50 km langflug sitt frá Sandskeiði til Hellu fyrir íslenskt Silfur-C nr. 5.
Þorgeir Yngvason keypti TF-SAF og var hún 8. ágúst 1986 endurskráð hjá Flugmálastjórn Íslands, en aftur afskráð 27. janúar 2010. Hún mun nú vera í vörslu Flugsögufélags Íslands.
FMS-nr. 5 (?) TF-SDB / TF-SBB -Olympia 2B Eon
Þetta er ensk og lítið eitt endurbætt útgáfa af Olympia Meise svifflugunni, sem upphaflega var hönnuð 1939 af Hans Jacobs (1907-1994), en hann var nemandi Alexander Lippisch. Hún var smíðuð af Elliots of Newbury (EoN), Bretlandi. Þessu fyrirtæki hafði í síðari heims- styrjöldinni verið falið að framleiða Horsa og Hamilcar flutningasvifflugur fyrir herinn.
Olympia EoN svifflugan TF-SDB á Reykjavíkurflugvelli (mynd: SFÍ)
Vænghaf 15,0 m, lengd 7,3 m, vængflötur 15,0 m2, vænghlutfall 15,0, vængprófíll Gö 549 (vængrót) Gö 676 (vængendi), tómaþungi 204 kg, hámarksþungi 304 kg, hámarkshraði 208 km/klst., ofrishraði 55 km/klst., hámarks rennigildi 25 við 73 km/klst., lágmarks fallhraði 0,67 við 63 km/klst. Ásett verð hennar árið 1947 var 495 Sterlingspund. BGA-forgjöf 2012: 62.
Svifflugan TF-SBB árið 1953, - sennilega við Sellandafjall (mynd: SFA)
Svifflugan var keypt ný til Íslands árið 1947 af "Olympíudeildinni", og var upphaflega skráð hér TF-SDB. Einn af félögum deildarinnar, Matthías Matthíasson, notaði hana 29. maí 1949 til að fljúga 50 km langflug sitt fyrir íslenskt Silfur-C nr. 2 í mjög sterkum bylgjuskilyrðum frá Sandskeiði til Keflavíkurflugvallar.
Svifflugan var síðar seld Svifflugfélagi Akureyrar, og skrásetningu hennar þá breytt í TF- SBB. Tryggvi Helgason notaði hana 24. júlí 1952 í 50 km langflugi sínu frá Sellandafjalli að Dettifossi fyrir íslenskt Silfur-C nr. 6. Þá var hún notuð af Kristjáni Árnasyni á fyrsta Íslands- mótinu í svifflugi 1958, og síðan af Arngrími Jóhannssyni á 2. mótinu 1963.
TF-SBB mun nú vera í endursmíði á vegum Flugsafns Íslands, Akureyrarflugvelli.
FMS-nr. 6 TF-SAE - Pratt-Read TG-32
TF-SAE var smíðuð árið 1943 hjá Pratt-Read & Co. Inc., raðnúmer 31.558. Hún var skráð hér 29. maí 1948 sem eign Svifflugfélags Íslands. Fyrsta flug hennar á Íslandi mun hins vegar hafa verið 15. ágúst 1946 frá Reykjavíkurflugvelli, flugmaður Helgi Filippusson. Sama dag flaug henni einnig Björn Jónsson.
Kennslusvifflugan Pratt-Read TG-32, TF-SAE, á Sandskeiði (mynd: SFÍ)
Hún gereyðilagðist í lendingu á Sandskeiði 30. ágúst 1955, og hafði þá farið í samtals 674 flug.
FMS-nr. 7 TF-SAG - Weihe A-3
Þessi tegund var hönnuð af Hans Jacobs árið 1938, og meira en 300 voru smíðaðar. Á 3. heimsmeistaramótinu í svifflugi, sem haldið var árið 1950 að Orebro í Svíþjóð, notuðu 13 af samtals 29 keppendum Weihe svifflugur. Heimsmeistarinn, Billy Nilson frá Svíþjóð, og Paul McCready (1925-2007) frá Bandaríkjunum, sem varð þar í öðru sæti, flugu báðir Weihe. Talið er að um 400 Weihe svifflugur hafi verið smíðaðar.
Vænghaf 18,0 m, lengd 8,2 m, hæð 2,18 m, vængflötur 18,3 m2, vænghlutfall 17,7, vængprófíll Gö 549, tómaþungi 237 kg, hámarksþungi 335 kg, hámarkshraði 200 km/klst., ofrishraði 55 km/klst., hámarks rennigildi 29 við 70 km/klst., lágmarks fallhraði 0,58 m/sek. við 60 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 67.
TF-SAG svifflugan var smíðuð árin 1946-1948 af félögum SFÍ, og skráð hér 31. júlí 1948 sem eign Svifflugfélags Íslands.
Nýja Weihe svifflugan TF-SAG komin á Sandskeið (mynd: SFÍ)
TF-SAG var fjórum sinnum notuð til 50 km langflugs fyrir íslensk Silfur-C. Fyrst 28. maí 1949, þegar Magnús Guðbrandsson flaug henni frá Sandskeiði til Keflavíkurflugvallar fyrir íslenskt Silfur-C nr. 1. Næst 17. júní 1961 í flugi Sigurðar Þorkelssonar (1937-1986) frá Sandskeiði að Járngerðisrétt við Grindavík (nr. 10). Þá flaug Runólfur Sigurðsson henni 16. september 1961 frá Sandskeiði til Grímsstaða í V.-Landeyjum (nr. 8). Og að lokum flaug Leifur Magnússon henni 8. sept. 1962 frá Sandskeiði til Keflavíkurflugvallar (nr. 9). Þá er þess að geta, að Þórhallur Filippusson flaug TF-SAG til sigurs á fyrsta Íslandsmótinu í svifflugi, sem haldið var að Hellu í júlí 1958.
21.7.62 Egilsstöðum við Þjórsá eftir 46,5 km flug frá Sandskeiði (mynd: LM)
Lofthæfisvottorð hennar féll úr gildi 24. október 1962.
FMS-nr. 8 TF-SAI - DFS Olympia Meise
Svifflugan Olympia Meise var hönnuð af Hans Jacobs hjá Deutsche Forschungsanstalt für Segelfug (DFS), og vann árið 1939 alþjóðlega samkeppni um staðlaða svifflugu, sem ætluð var fyrir fyrstu keppnina í svifflugi á fyrirhuguðum Olympiuleikum árið 1940. Þeir leikar, og á árinu 1944, voru ekki haldnir vegna heimsstyrjaldarinnar. Þegar kom að Olympiuleikunum í Englandi 1948 var hins vegar hætt við að bjóða upp á svifflug sem nýja keppnisgrein. Samtals voru framleiddar um 950 Olympia Meise, um 66% þeirra í Þýskalandi.
Vænghaf 15,0 m, lengd 7,27 m, hæð 1,6 m, vængflötur 15,0 m2, vænghlutfall 15,0, tómaþungi 160 kg, hámarksþungi 255 kg, hámarkshraði 220 km/klst., ofrishraði 55 km/klst., hámarks rennigildi 25 við 69 km/klst., lágmarks fallhraði 0,67 m/sek. við 60 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 62.
Olympia svifflugan í Reykjavík, nýsmíðuð en enn óskrásett (mynd: SFÍ)
Þessi sviffluga var smíðuð 1948-1949 á verkstæði SFÍ í Reykjavík, en sumir hlutar hennar keyptir tilbúnir frá Svíþjóð. Hún var skráð hér 8. september 1949 sem eign Svifflugfélags Íslands. Fyrsta flugið var þó farið frá Reykjavíkurflugvelli 29. júlí 1949, og var hún þá dregin á loft af TF-KAU, flugmaður var Helgi Filippusson. Helgi notaði hana 11. apríl 1950 til 50 km langflugs frá Sandskeiði að Hvolsvelli, fyrir Silfur-C nr. 3. TF-SAI varð fyrir ýmsum áföllum, en jafnan gert við hana, uns hún brotnaði illa í lendingu á Sandskeiði 28. júlí 1956, og hafði þá flogið samtals 220 flug. Hún var þó síðar endursmíðuð, aðallega af Gísla Sigurðs- syni, og síðan notuð af Þórhalli Filippussyni á 5. Íslandsmótinu í svifflugi 1970, Gunnari Hjartarsyni á 6. mótinu 1972, Þórmundi Sigurbjarnasyni á 8. mótinu 1976 og Sigurbjarna Þór- mundarsyni á 9. mótinu 1978.
FMS-nr. 9 TF-SBA - Schweizer TG-3A (SGS 2-12)
TF-SBA var smíðuð 1943 hjá Schweizer Aircraft Corp., raðnúmer 42-53120. Hún mun hafa verið keypt til landsins 1946, en var þó fyrst skráð hér 3. febrúar 1950 sem eign Svifflugfélags Akureyrar.
Henni mun síðast hafa verið flogið árið 1993, en lofthæfisskírteini hennar rann úr gildi 31. desember það sama ár. TF-SBA var síðan afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 4. maí 2010. Hún er nú geymd og er til sýnis á Flugsafni Íslands, Akureyrarflugvelli.
TG-3A sviffluga Svifflugfélags Akureyrar á flugi (mynd: Flugsafn Íslands)
FMS-nr. 10 TF-SAA - Schneider Grunau Baby IIa, "Fálki"
Grunau Baby var hönnuð af Edmund Schneider (1901-1968) árið 1932, og voru samtals meira en 5.000 smíðaðar í 20 löndum.
Svifflugur þýska svifflugleiðangursins á Sandskeiði árið 1938 (mynd: SFÍ)
Vænghaf 13,6 m, lengd 5,98 m, hæð 1,6 m, vængflötur 14,2 m2, vænghlutfall 12,2, vængprófíll Gö 535 mod., tómaþungi 135 kg, hámarksþungi 215 kg, hámarkshraði 150 km/klst., ofrishraði 40 km/klst., hámarks rennigildi 17 við 60 km/klst., lágmarks fallhraði 0,85 m/sek. við 55 km/klst.
Þessi sviffluga var smíðuð 1938 hjá Schneider Flugzeugbau, Grunau, Grunau Riesengebirge, Þýskalandi. Hún kom hingað með þýska svifflugleiðangrinum 1938, og þá skráð D-1-4. Svifflugfélag Íslands eignaðist hana síðar, og var henni mikið flogið hér á árunum 1939-1959. Það var þó ekki fyrr en 30. apríl 1950 sem hún er formlega skráð hjá Flugmálastjórn Íslands sem TF-SAA og í eigu Svifflugfélags Íslands. Hún var notuð á fyrsta Íslandsmótinu í svifflugi árið 1958, og þar flogið af Sverri Þóroddssyni.
Hún var tekin af skrá 26. júní 1959, og sögð ónýt.
Grunau Baby IIa, D-1-4, - síðar skráð TF-SAA sem eign SFÍ (mynd: SFÍ)
P.S. Það er óumdeilt, að Grunau Baby svifflugan, sem kom með þýska svifflugleiðangrinum sumarið 1938, er fyrsta svifflugan á Íslandi. Eftir brottför leiðangursins hélt Svifflugfélag Íslands henni, og hafði þá efalaust uppi fyrirheit um að kaupa hana. Það er þó ekki fyrr en 30 apríl 1950 sem hún er formlega skráð hjá Flugmálastjórn Íslands, og þá sem islensk sviffluga nr. 10, ogí eigu Svifflugfélags Íslands. Skýringin liggur sennilega í því sannfærandi upplýsingar um lögformlegt eignarhald hafi um nokkurt árabil skort hjá skrásetjara loftfara.
FMS-nr. 11 TF-SBD - Schneider Grunau Baby IIb
Vænghaf 13,57 m, lengd 5,97 m, hæð 1,65 m, vængflötur 14,2 m2, vænghlutfall 13, tómaþungi 168 kg, hámarksþungi 250 kg, hámarkshraði 150 km/klst., hámarks rennigildi 17 við 60 km/klst., lágmarks fallhraði 0,85 m/sek. við 55 km/klst.
Grunau Baby IIb svifflugan TF-SBD árið 1951 á Melgerðismelum (mynd: SFA)
Svifflugan TF-SBD var á árunum 1949-1950 smíðuð í Reykjavík af bræðrunum Helga og Pétri Filippussyni, og ber þeirra raðnúmer 2. Hún var skráð hér 8. september 1950 sem eign Svifflugfélags Akureyrar.
Þegar verið var að draga sviffluguna á loft af Melgerðismelum 2. ágúst 1966 slitnaði togvírinn. Svifflugan var í lítilli hæð, og rakst hægri vængur í jörðina og stakkst hún á nefið. Brotnaði hún það mikið að hún var talin ónýt. Flugmanninn sakaði þó ekki. TF-SBD mun þó nú vera í endursmíði á vegum Flugsafns Íslands, Akureyrarflugvelli.
FMS-nr. 12 TF-SOM - Göppingen Gö 3 Minimoa
Þessi merka svifflugugerð var hönnuð af félögunum Martin Schempp (1905-1984) og Wolf Hirth (1900-1959), og framleidd af Göppingen og síðar Schempp Hirth Segelflugzeugbau. Hún flaug fyrst árið 1935 og setti fljótlega ýmis heimsmet. Nafnið Minimoa er stytting á upphaflegu nafni hennar, Mini Moazagotl (bylgjuský). Hún var fyrsta svifflugan, sem gat verið með vatn í geymi fyrir aftan flugmannssætið. Samtals voru 110 Minimoa svifflugur smíðaðar, og eru enn nokkrar þeirra í flughæfu ástandi. Ein þeirra er t.d. til sýnis í þýska svifflugsafninu á Wasserkuppe.
Vænghaf 17,0 m, lengd 6,9 m, hæð 1,9 m, vængflötur 19,0 m2, vænghlutfall 16,0, vængprófíll Gö 681 og Gö 693, tómaþungi 216 kg, hámarksþungi 350 kg, hámarkshraði 220 km/klst. ofrishraði 60 km/klst., hámarks rennigildi 26 við 85 km/klst., lágmarks fallhraði 0,65 m/sek. við 63 km/klst.
Minimoa-svifflugan í Englandi árið 1938. (mynd úr bók P.Wills: "Where No Birds Fly", 1961)
TF-SOM var smíðuð árið 1938 hjá Göppingen, Þýskalandi. Hinn heimsþekkti enski svif- flugmaður og svifflugbókahöfundur Philip Wills (1907-1978) keypti hana þá nýja til Englands, en hann hafði byrjað að stunda svifflug árið 1933. Þar var hún fyrst skráð hjá breska svifflugsambandinu sem BGA 338.
Árið 1940 var Wills beðinn um að fljuga þessari svifflugu í leynilegum mælingum stjórnvalda á drægi og næmni nýs radarbúnaðar, sem þá var í þróun fyrir fyrir herinn. Í þessum tilraunum þjónaði jafnframt gömul Avro 504 tvíþekja sem dráttarflugvél. Sonur hans, Chris Wills, eignaðist síðar þessa svifflugu, og var hún þá skráð G-ALLS. Þá hafði hún þegar verið notuð í mörgum breskum metflugum.
Ólafur K. Magnússon (1926-1997), ljósmyndari Morgunblaðsins, keypti hana frá Bretlandi, og var hún skráð hér sem TF-SOM 21. mars 1951. Bjarni Hannesson, Guðmundur Guðna- son og Vilhjálmur Baldursson keyptu sviffluguna af Ólafi 5. maí 1959. Hún nauðlenti á Þrengslavegi 11. ágúst 1959. Daginn eftir var hún aftur dregin þar á loft, en nauðlenti aftur, og þá í sjálfu Svínahrauninu og skemmdist. Hún var því miður ekki endurbyggð, og lofthæfisskírteini þessarar merku svifflugu féll úr gildi 25. júní 1960. Veturinn 1960/61 var hún geymd í flugskýlinu á Sandskeiði, við mjög svo óþéttan austurgafl þess, þar sem fennti illilega yfir hana allan veturinn. Næsta sumar var hún því orðin gjörónýt, og fleygt.
Minimoa svifflugan TF-SOM við flugskýlið á Sandskeiði (mynd: SFÍ)
P.S. Höfundur þessa yfirlits bjargaði einum "minjagrip" úr flaki TF-SOM rétt áður en því var endanlega fleygt. Það er blámálaður variometer-kútur úr málmi, og af mjög óvenjulegri stærð. Þvermál hans er 155 mm, og lengd 283 mm, samsvarandi um 5,3 lítrum. Hann hefur því ekki getað komist fyrir nálægt mælaborðinu í nefi svifflugunnar, og hlýtur að hafa verið staðsettur í skrokknum fyrir aftan flugmannssætið.
FMS-nr. 13 TF-SAJ - Schleicher Grunau Baby IIb
TF-SAJ var smíðuð 1954 hjá Alexander Schleicher Flugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 37/54. Hún var skráð hér 26. janúar 1956 sem eign Svifflugfélags Íslands. TF-SAJ var notuð á fyrstu tveimur Íslandsmótunum í svifflugi, árið 1958 flogið af Sigurði Þorkelssyni, og árið 1963 flogið af Þórhalli Filippussyni. Henni var mjög mikið flogið, og oft endurbætt, en brotlenti á Sandskeiði 14. júní 1969.
Samkvæmt vörslusamningi og afsali, dagsettu 14. maí 2011, afhenti Svifflugfélag Íslands Íslenska flugsögufélaginu (ÍFSF) TF-SAJ til varðveislu og takmarkaðrar eignar, og skuli svifflugan varðveitt á höfuðborgarsvæðinu. Í apríl 2012 er TF-SAJ enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands, - og er nú elsta svifflugan enn í loftfaraskránni.
Grunau Baby IIb, TF-SAJ, í "svifflugútilegu" á Hellu í júlí 1971 (mynd: LM)
FMS-nr. 14 TF-SAK - Schleicher Grunau Baby IIb
TF-SAK var smíðuð árið 1954 hjá Alexander Schleicher Flugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 36/54. Hún var skráð hér 26. janúar 1956 sem eign Svifflugfélags Íslands.
TF-SAK var notuð á fyrstu tveimur Íslandsmótunum í svifflugi, árið 1958 flogið af Halldóri Ingólfssyni (1940-2004), og árið 1963 af Leifi Magnússyni, sem á því móti tókst m.a. að fljúga henni 49,7 km, sem var langleiðin í fyrirhuguðu þríhyrningsflugi Hella - Breiða- bólsstaður - Kross - Hella, en lenti við Uxahrygg.
Grunau Baby IIb, TF-SAK, á 2. Íslandsmóti í svifflugi, júlí 1963 (mynd: LM)
FMS-nr. ? TF-SAH - Schleicher Ka-4 Rhönlerche II
Þessi tveggja-sæta kennslusviffluga var hönnuð af Rudolf Kaiser (1922-1991) árið 1952. Samtals voru 338 framleiddar á árunum 1952-1963.
Vænghaf 13,0 m, lengd 7,3 m, hæð 1,5 m, vængflötur 16,34 m2, vænghlutfall 10,34, vængprófíll Gö 533 og Gö 532, tómaþungi 220 kg, hámarksþungi 400 kg, hámarkshraði 170 km/klst., ofrishraði 56 km/klst., hámarks rennigildi 19 við 78 km/klst., lágmarks fallhraði 0,95 m/sek. við 62 km/klst.
TF-SAH var smíðuð 1957 hjá Alexander Schleicher Flugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 299, og var fyrsta af fjórum Rhönlerche II kennslu- svifflugum, sem skráðar voru á Íslandi. Henni var fyrst flogið hér 1. ágúst 1957 af Hans Schülz. Sama dag flaug henni einnig Gísli Sigurðsson. Sverrir Thorláksson hafði TF-SAH til afnota á fyrsta Íslandsmótinu í svifflugi, sem haldið var að Hellu árið 1958.
Rhönlerche II kennslusvifflugan TF-SAH yfir Sandskeiði 1957 (mynd: LM)
Hún brotlenti á Sandskeiði 3. ágúst 1968, og hafði þá flogið samtals 749 flug.
P.S. Frekar óljóst er um tilhögun formlegrar skráningar þessarar svifflugu hjá Flugmála- stjórn Íslands, og hún virðist ekki hafa neitt venjulegt "FMS-nr". Hún liggur tímalega á milli Grunau Baby IIb, TF-SAK, sem hér var skráð 26. janúar 1956 sem íslensk sviffluga nr. 14, og Grunau Baby IIb, TF-SDA, sem hér var skráð 11. júní 1963 sem íslensk sviffluga nr. 15.
FMS-nr. 15 TF-SDA - Schneider Grunau Baby IIb
TF-SDA var smíðuð 1954 hjá Alexander Schleicher Flugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 43/54. TF-SDA var notuð á fyrsta Íslandsmótinu í svifflugi árið 1958, og þá flogið af Óskari Jóhannssyni. Hins vegar var hún ekki skráð hjá Flugmálastjórn Íslands fyrr en í júlí 1959, og þá sem eign Svifflugfélags Sauðárkróks. TF- SDA var fimmta og síðasta Grunau Baby svifflugan á Íslandi.
Lofthæfisskírteini hennar féll úr gildi 14. september 1968. Þegar Svifflugfélagi Sauðárkróks var síðar breytt í Flugklúbb Sauðárkróks afhentu þeir Svifflugfélagi Akureyrar TF-SDA til eignar, og er henni þar haldið í flughæfu standi. TF-SDA var í mörg ár notuð í lendingarkeppni SFFA á Melgerðismelum. Haustið 2007 brotlenti hún illa í keppninni, og hefur ekki flogið síðan. Hún var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 4. maí 2010.
TF-SDA í lendingarkeppni SFA á Melgerðismelum árið 2005 (mynd: SFA)
FMS-nr. 16 TF-SAL - Schleicher Ka-4 Rhönlerche II
TF-SAL var smíðuð 1961 hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 941. Hún var skráð hér ný 13. maí 1961 sem eign Svifflugfélags Íslands, og var þá önnur af fjórum Rhönlerche II kennslusvifflugum, sem skráðar voru á Íslandi. Fyrsta flug hennar af Sandskeiði 17. maí var 1961, flugmaður Þórhallur Filippusson. Þorgeir Pálsson hafði TF-SAL til afnota á öðru Íslandsmótinu í svifflugi, sem haldið var að Hellu 1963.
Rhönlerche II svifflugan TF-SAL á Sandskeiði sumarið 1961 (mynd: LM)
Svifflugan gereyðilagðist 8. júlí 1973 í flugskýlisbrunanum á Sandskeiði.
FMS-nr. 17 TF-SBE - Schleicher Ka-4 Rhönlerche II
TF-SBE var smíðuð árið 1961 hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 3.006. Hún var skráð hér 16. júlí 1962 sem eign Svifflugfélags Akureyrar, og var þriðja af fjórum Rhönlerche II kennslusvifflugum, skráðum á Íslandi.
Rhönlerche II kennslusvifflugan TF-SBE á Melgerðismelum (mynd: SFA)
Þann 17. júní 1977 var henni flogið utan í fjallshlíð, og brotlent síðar. Flugmennirnir sluppu ómeiddir. Hún var gerð upp, en lenti næst 19. ágúst 1981 á dráttarflugvél í lendingu á Melgerðismelum. Henni var síðast flogið árið 1993, og var 4. maí 2010 afskráð hjá Flug- málastjórn Íslands. Hún er nú geymd og til sýnis á Flugsafni Íslands, Akureyrarflugvelli.
FMS-nr. 18 TF-SAM / TF-SIG - Schleicher K-8B
Þessi vinsæla æfingasviffluga var hönnuð af Rudolf Kaiser árið 1957, og rekur í reynd ættir sínar bæði til Ka-6 og K-7. Fyrsta flug gerðarinnar var í nóvember 1957, og samtals voru framleiddar um 1.100 K-8 af öllum undirgerðum, flestar hjá Alexander Schleicher Segelflug- zeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi. K-8B hefur mjög góða flugeiginleika, og hentar vel til flugs í lélegu hitauppstreymi.
Vænghaf 15,0 m, lengd 7,0 m, hæð 1,05 m, vængflötur 14,15 m2, vænghlutfall 15,9, vængprófíll Gö 533 (vængrót) og Gö 532 (vængendi), tómaþungi 200 kg, hámarksþungi 310 kg, hámarkshraði 190 km/klst., ofrishraði 54 km/klst., hámarks rennigildi 27 við 73 km/klst. lágmarks fallhraði 0,67 m/sek. við 60 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 69.
TF-SAM var smíðuð hjá Alexander Schleicher, Þýskalandi, árið 1962, raðnúmer 8.044, og var fyrst skráð í Þýskalandi sem D-6332. Hún var síðan skráð hér 31. ágúst 1963 sem eign Svifflugfélags Íslands, og var fyrsta af fjórum K-8B svifflugum, sem skráðar voru á Íslandi. Hún var fjórum sinnum notuð í 50 km langflug fyrir Silfur-C. Fyrst 31. júlí 1964 af Þórði Hafliðasyni frá Hellu að Eyvindarhólum (nr. 11). Næst 19. ágúst 1964 af Hilmari Kristjánssyni frá Sandskeiði að Hellu (nr. 12). Þá 10. júlí 1966 af Erling Ólafssyni frá Sandskeiði að Hellu (nr. 16). Og að lokum 3. júlí 1966 af Sigurði Benediktssyni (1930-2002) frá Sandskeiði að Þverárrétt á Mýrum (nr. 17).
TF-SAM var notuð á Íslandsmóti í svifflugi nr. 2, árið 1963, þegar Sverrir Þóroddsson flaug henni þar til sigurs. Sama ár, 8. september, notaði Leifur Magnússon hana í fyrsta íslenska demantsfluginu, 5.096 m flughækkun, 5.570 m flughæð, sem jafnframt voru fyrstu formlega skráðu Íslandsmetin í flughækkun og flughæð. Hún brotlenti á Hellusandi 14. ágúst 1966, skemmdist mikið, og flugmaðurinn meiddist nokkuð.
Svifflugan var þó síðar gerð upp og endurskráð 6. maí 1986. SFÍ seldi hana Þóri Indriðasyni og fleirum, sem endurskráðu hana 1996 sem TF-SIG (FMS-nr. 510). Með því höfðu þeir í huga að heiðra nöfn fyrstu íslensku renniflugusmiðanna, Indriða og Geirs Baldurssona.
Schleicher K-8B svifflugan TF-SAM á Sandskeiði sumarið 1963 (mynd: LM)
Í október 2006 kynnti þáverandi borgarstjóri Reykjavíkur hugmyndir um "Friðarstofnun í Reykjavík" í tilefni af 20 ára afmæli leiðtogafundar Reagan og Gorbatsjov í Höfða. Hann bauð Rudolf Schuster, fyrrverandi forseta Slóvakíu, að verða talsmaður stofnunarinnar, og af því tilefni heimsækja Reykjavík.
Þann 6. október 2006 var efnt til sérstakrar athafnar í flugskýli nr. 8 á Reykjavíkurflugvelli þar sem mættir voru þáverandi borgarstjóri, aðstoðar- maður hans, forsvarsmenn SFÍ, og hinn erlendi gestur. Auk þeirra var þar mætt K-8B "friðar- svifflugan" TF-SIG, sem borgarstjóri afhenti síðan hinum erlenda gesti, enda sé hann "mikill áhugamaður um flug, og reki mikið flugminjasafn í Slóvakíu". Rúmlega ári síðar, 26. nóvember 2007, birti Fréttablaðið frétt undir fyrirsögninni "Friðarsvifflugan enn ógreidd í Nauthólsvík". Einnig var þar að finna undirfyrirsögnin "Borgarstjóri afhenti sviffluguna, en enginn veit hver á að borga fyrir hana".
Í ársskýrslu SFÍ var bent á, að til standi að umrædd sviffluga sé "gefin af borginni", og að uppgjör vegna hennar muni fara fram í tengslum við samning um nýtt húsnæði SFÍ, sem borgin hafi lofað að útvega félaginu.
Fyrsta íslenska K-8B svifflugan, nú endurskráð sem TF-SIG (mynd: SFÍ)
Í apríl 2012 er TF-SIG (áður TF-SAM) enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Þóris Indriðasonar o.fl.
FMS-nr. 19 TF-SAN - PIK-16C Vasama
Þessi finnska sviffluga var hönnuð af Tuomo Tervo, Jorma Jalkanen og Kurt Hedström, þegar þeir voru í verkfræðinámi í háskólanum í Helsinki, og var að hluta til þróuð upp úr PIK-3A Kajava. Á frumgerðinni (OH-XVA) var V-stél. Vasama var fyrst flogið 1. júní 1961, og hlaut gerðin OSTIV-verðlaunin 1963. Þrátt fyrir að hafa hlotið þessi merku og eftirsóttu verðlaun voru samtals aðeins 56 framleiddar hjá Lehtovaara. Juhani Horma flaug Vasama á heimsmeistaramótinu í svifflugi, sem haldið var 1963 í Argentínu, og varð í þriðja sæti.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,0 m, hæð 1,45 m, vængflötur 11,7 m2, vænghlutfall 19,2, væng- prófíll Wortmann FX-05-188 (við vængrót) og NACA 63(2)-615 (við vængenda), tómaþungi 208 kg, hámarksþungi 315 kg, hámarkshraði 250 km/klst., ofrishraði 62 km/klst., hámarks rennigildi 34 við 86 km/klst., lágmarks fallhraði 0,60 m/sek. við 73 km/klst.
Agnar Kofoed-Hansen á Vasama PIK-16c, Sandskeiði 1964 (mynd: LM)
TF-SAN var smíðuð 1964 hjá K.K. Lehtovaara OY., Hämeenlinna, Finnlandi, raðnúmer 28. Hún var skráð hér ný 14. maí 1964 sem eign Svifflugfélags Íslands. Þórhallur Filippusson notaði TF-SAN við þátttöku í tveimur erlendum svifflugmótum. Það fyrra var 2. Norðurlandameistaramótið í svifflugi, sem haldið var á Vandel-flugvelli, Danmörku, 16.-28. maí 1964, og kom Vasama-svifflugan þangað beint frá verksmiðjunni í Finnlandi. Þar setti hann Íslandsmet í hraða í 100 km þríhyrningsflugi, 65,5 km/klst., 29. maí. Síðara mótið var 10. heimsmeistaramótið í svifflugi, haldið að South Cerney í Englandi maí -13. júní 1965.
Þá var þessi sviffluga notuð á tveimur Íslandsmótum í svifflugi, og í báðum tilvikum flogið af bæði Þórhalli Filippussyni og Lúðvíki Karlssyni. Fyrst á 3. mótinu 1967, og síðan á 4. mótinu 1969, sem reyndar varð ógilt. Á fyrra mótinu. 19. júlí 1967, setti Þórhallur Filippus- son innanlandsmet í markflugi fram og til baka, 69,8 km, Hella - Alviðrubrú - Hella. TF-SAN var aðeins notuð í eitt 50 km langflug fyrir Silfur-C, en það var 16. september 1964, þegar Agnar Kofoed-Hansen flugmálastjóri flaug henni frá Sandskeiði að Áshóli (nr. 14).
TF-SAN brotlenti 31. júlí 1967 á túni við Svanastaði við Leirvogsvatn. Flugmaðurinn slapp ómeiddur. Gert var við sviffluguna. Svifflugan gereyðilagðist hins vegar 19. mars 1972, þegar hún ofreis og stakkst til jarðar úr lítilli hæð eftir að togvír slitnaði í flugtaki frá Sandskeiði. Flugmaðurinn, Haraldur Ágústsson vélstjóri (39), lést. Þetta var þá fyrsta bana- slysið í 36 ára sögu Svifflugfélags Íslands.
FMS-nr. 20 TF-SAO - Schleicher Ka-6CR
Þessi sviffluga var hönnuð af Rudolf Kaiser árið 1955, og var fyrst flogið í nóvember 1956. Hún vann OSTIV-verðlaunin eftirsóttu árið 1958 í kjölfar heimsmeistatamótsins í svifflugi í Póllandi þar sem Ka-6 vann óvænt opna flokkinn, og varð jafnframt í þriðja sæti í standard flokknum. Þýski svifflugmaðurinn Heins Huth flaug Ka-6, þegar hann vann í standard flokknum á heimsmeistaramótunum 1960 (Þýskalandi) og 1963 (Argentínu). Samtals voru um 1.400 Ka-6 svifflugur af ýmsum undirgerðum framleiddar.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,68 m, vængflötur 12,4 m2, vænghlutfall 18,1, vængprófíll NACA 63618/63615, tómaþungi 191 kg, hámarksþungi 300 kg, hámarkshraði 200 km/klst., ofrishraði 62 km/klst., hámarks rennigildi 29 við 78 km/klst., lágmarks fallhraði 0,68 m/sek. við 68 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 76.
Á Lasham-flugvelli 1965 (mynd: "Jane´s All the World´s Aircraft", birt í mörg ár)
TF-SAO var smíðuð 1964 hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 6.274. Hún var skráð hér ný 19. ágúst 1964 sem eign Svifflugfélags Íslands.
TF-SAO var notuð til átta 50 km langfluga fyrir Silfur-C. Fyrst 16. sept. 1964 af Elíeser Jónssyni í flugi frá Sandskeiði til Hellu (nr. 13), og næst 19. júní 1966 af Þórmundi Sigur- bjarnasyni í flugi frá Sandskeiði til Hellu (nr. 15), sem jafnframt var skráð innanlandsmet í markflugi, 63,0 km. Þá var hún notuð 1. ágúst 1966 af Sigmundi M. Andréssyni í flugi hans frá Sandskeiði að Hvolsvelli (nr. 18), þá 28. júní 1972 af Gunnari Hjartarsyni í flugi frá Sandskeiði að Eyvindarhólum (nr. 24), næst 4. ágúst 1972 af Kristjáni Róbertssyni í flugi frá Sandskeiði til Hellu (nr. 25), þá 17. sept. 1974 af Gunnari Arthurssyni í flugi frá Sandskeiði til Skálholts (nr. 30), næst 18. júní 1976 af Þorgeiri L. Árnasyni í flugi frá Sandskeiði til Hellu (nr. 31), og að lokum 20. maí 1979 af Sigurbjarna Þórmundarsyni í flugi hans frá Sandskeiði til Múlakots (nr. 41).
Þá var TF-SAO notuð í nokkrum metflugum. Fyrst 11. september 1964 af Leifi Magnússyni í 98,0 km flugi hans frá Sandskeiði að Sauðhúsvöllum undir Eyjafjöllum, sem var nýtt innan- landsmet í langflugi. Einnig notuð af Leifi 14. ágúst 1966 í fyrsta íslenska 100 km þríhyrningsfluginu, Hella - Búrfell - Hruni - Hella. Meðalflughraðinn þá var aðeins 42,0 km/klst., - en þó stóð þetta met í heil 18 ár! Þórður Hafliðason notaði hana síðan 4. ágúst 1967 fyrir 172,5 km flug sitt frá Sandskeiði til Hólabaks í Vatnsdal, sem var nýtt innanlandsmet í langflugi. Þá flaug Sigmundur Andrésson TF-SAO 29. maí 1974 í 132,5 km flugi sínu frá Sandskeiði til Ásgarðs í Dölum, sem var nýtt met í markflugi.
Leifur Magnússon notaði TF-SAO við þátttöku í 10. heimsmeistaramótinu í svifflugi, South Cerney, Englandi 1965. Í æfingaviku á Lasham fyrir mótið flaug hann 300 km langflugs- skilyrði fyrir íslenskt Gull-C nr. 2, Lasham - Frome - Newmarket, samtals 313 km.
TF-SAO var einnig notuð af fjórum keppendum á samtals átta Íslandsmótum í svifflugi, og hafnaði þá í fyrsta sætinu í helmingi þeirra: Fyrst 3. mótið 1967, Leifur Magnússon og Þórður Hafliðason (Íslandsmeistari), 4. mótið 1969, Kristján Róbertsson og Leifur Magnússon (ógilt mót), 5. mótið 1970, Leifur Magnússon (Íslandsmeistari), 6. mótið 1972, Leifur Magnússon (ógilt mót), 7. mótið 1974, Leifur Magnússon, 8. mótið 1976, Leifur Magnússon (Íslandsmeistari), 9. mótið 1978, Leifur Magnússon (Íslandsmeistari), og að lokum 10. mótið 1980, Þorgeir L. Árnason.
Þann 26. júlí 1980 gereyðilagðist TF-SAO í brotlendingu nálægt Sandskeiði, á gamla Suðurlandsveginum skammt frá veginum upp í Jósepsdal, og slasaðist flugmaðurinn nokkuð. Hún var ekki endursmíðuð.
FMS-nr. 21 TF-SBF - Schleicher K-8B
TF-SBF var smíðuð 1966 hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 8.592. Hún var skráð hér ný 7. ágúst 1966 sem eign Svifflugfélags Akureyrar, og var þá önnur af fjórum K-8B svifflugum, sem skráðar voru á Íslandi.
K-8B svifflugan TF-SBF á Melgerðismelum 4. júní 2006 (mynd: SFA)
TF-SBF hefur verið notuð í a.m.k. sex 50 km langflug fyrir Silfur-C. Fyrst af Húni Snædal 10. mars 1968 frá Melgerðismelum til Grenivíkur (nr. 20), þá af Haraldi Ásgeirssyni 22. maí 1971 (nr. 23), næst af Braga Snædal 27. júlí 1973 (nr. 28), þá Sigurði Aðalsteinssyni 29. maí 1974 frá Akureyri til Kópaskers (nr. 29), næstur var Hörður Erlendsson 23. maí 1984 frá Kristnesi til Aðaldalsflugvallar (nr. 54), og að lokum Sigtryggur Sigtryggsson 6. september 1991 frá Melgerðismelum til Aðaldalsflugvallar (nr. 70).
TF-SBF var flogið af Húni Snædal og Haraldi Ásgeirssyni á 4. Íslandsmótinu í svifflugi 1969, sem reyndar varð ógilt. Haraldur notaði hana á 6. mótinu 1972, sem einnig varð ógilt, og Bragi Snædal flaug henni á 7. mótinu 1974. Þá flaug Sigtryggur Sigtryggsson henni á 16. mótinu 1992, og náði þá að vinna ráðherrabikarinn þrátt fyrir harða samkeppni frá nýju "plast- flugunum"!
Eftir slæma brotlendingu á Mývatnsflugvelli 1974 var TF-SBF lagt, og talin ónýt. Síðar var hún gerð upp af Snæbirni Erlendssyni og fleirum, og flaug á ný árið 1982. Var síðan mikið notuð hjá SFA allt til ársins 2010. Er nú geymd í flugskýli félagsins á Akureyrarflugvelli, flughæf, og talin vera í sæmilegu ástandi.
Í apríl 2012 var TF-SBF enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Akureyrar.
FMS-nr. 22 TF-SAP - Blanik L-13
Þessi tveggja-sæta málmsviffluga með Fowler-flöppum var hönnuð af Karel Dlouhý árið 1956, og var fyrsta flug hennar í mars 1956. Meira en 3.000 voru smíðaðar, einkum fyrir ríkin austan fyrrum "járntalds", og er Blanik sennilega sú svifflugugerð, sem nú er algengust í heiminum.
Blanik L-13 svifflugan TF-SAP á flugi við Hellu í júlí 1967 (mynd: LM)
Vænghaf 16,2 m, lengd 8,4 m, hæð 1,4 m, hæð 1,08 m, vængflötur 19,15 m2, vænghlutfall 13,7, vængprófíll NACA 632A-615, tómaþungi 286 kg, hámarksþungi 500 kg, hámarkshraði 240 km/klst., ofrishraði 62 km/klst., hámarks rennigildi 28 við 93 km/klst., lágmarks fallhraði 0,84 m/sek. við 83 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 65.
TF-SAP var smíðuð 1966 hjá Let-Kunovitce, Tékkóslóvakíu, raðnúmer 173.323. Hún var skráð hér ný 3. september 1966 sem eign Svifflugfélags Íslands. Hún var fyrsta svifflugan, sem hingað er keypt, og er að öllu leyti smíðuð úr málmi.
Hún skemdist nokkuð í flugskýlisbrunanum á Sandskeiði 8. júlí 1973. Árið 1992 var hún seld Marvin Friðrikssyni flugvirkja, sem gerði hana upp. TF-SAP var endurskráð í maí 1994.
Í apríl 2012 er TF-SAP enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands, en nú sem eign Marvins Friðrikssonar, Hafnarfirði.
FMS-nr. 23 TF-SAR - Schleicher K-8B
TF-SAR var smíðuð 1967 hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 8.701. Hún var skráð hér ný 26. maí 1967 sem eign Svifflugfélags Íslands, og var þriðja af fjórum K-8B svifflugum, sem skráðar voru á Íslandi.
K-8B, TF-SAR, í "svifflugútilegu" á Hellu 10.-18. júlí 1971 (mynd: LM)
TF-SAR var notuð í eftirfarandi þrjú 50 km langflug fyrir Silfur-C. Fyrstur var Birgir K. Johnson 9. september 1967 frá Sandskeiði til Hellu (nr. 19), þá Sverrir Thorláksson 10. júlí 1969 frá Hellu að Skógarsandi (nr. 22), og næst Garðar Gíslason 7. ágúst 1972 frá Sandskeiði að Uxarhrygg (nr. 27).
Þórður Hafliðason flaug TF-SAR í sterkum bylgjuskilyrðum frá Sandskeiði 30. júlí 1965, og setti þá ný Íslandsmet í flughækkun, 6.550 m, og flughæð, 6.930 m.
TF-SAR var notuð af fimm keppendum á a.m.k. 11 Íslandsmótum í svifflugi. Sverrir Thorláksson flaug henni á samtals sjö mótum, 1967, 1969, 1970, 1972, 1974, 1976 og 1978, Þórmundur Sigurbjarnason flaug henni 1967 og 1969 (ásamt Sverri), Páll Gröndal notaði hana 1980, Hörður Hjálmarsson (1932-1993) á mótunum 1982 og 1986, og Höskuldur Frímannsson flaug henni á Íslandsmótunum 1986 og 1988. Í mótinu 1980 brotlenti TF-SAR 15 júlí á túni við Haga, Holtahreppi, og slasaðist flugmaðurinn nokkuð.
Þá brotlenti TF-SAR 22. ágúst 1989 úr flugtaki á Sandskeiði eftir að dráttarspilið bilaði, og slasaðist flugmaðurinn nokkuð. Í apríl 2012 er TF-SAR enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands.
FMS-nr. 24(?) TF-SAS - Schleicher Ka-6CR
Svifflugfélag Íslands keypti Schleicher Ka-6CR sviffluguna TF-SAS notaða til landsins 1972.
TF-SAS var notuð af átta keppendum á samtals 13 Íslandsmótum í svifflugi. Fyrst á 6. mótinu 1972, sem reyndar varð ógilt, og þá flogið af Sigmundi M. Andréssyni. Sigmundur flaug henni aftur á 7. mótinu 1974, og þá til sigurs. Hann notaði hana aftur á 8. mótinu 1976 og 9. mótinu 1978. Sigurbjarni Þórmundarson flaug henni á 10. mótinu 1980, Þórmundur Sigurbjarnason á 11. mótinu 1982, Eggert Norðdahl á 12. mótinu 1984, Magnús I. Óskarsson á 13. mótinu 1986, Eggert Norðdahl á 14. mótinu 1988, Fannar Sverrisson á 15. mótinu 1990, Magnús I, Óskarsson á 16. mótinu 1992, Theódór Blöndal Einarsson á 18. mótinu 1996 og Karl Norðdahl á 19. mótinu 1998.
Ka-6CR svifflugan TF-SAS á Íslandsmóti í svifflugi á Hellu (mynd: LM)
A.m.k. sjö félagar í Svifflugfélagi Íslands hafa notað TF-SAS í 50 km langflugi sínu fyrir Silfur-C. Fyrst Georg Bjarnason 5. ágúst 1972 frá Sandskeiði til Hellu (nr. 26), næst Páll Gröndal 6. ágúst 1977 frá Sandskeiði að Hvolsvelli (nr. 34), þá Stefán Sigurðsson 23. júní 1978 frá Sandskeiði að Seljavöllum (nr. 35), Baldur Jónsson 23. júlí 1978 frá Sandskeiði til Múlakots (nr. 36), Úlfar Guðmundsson 20. maí 1979 frá Sandskeiði til Hellu (nr. 40), þá Steinþór Skúlason 31. maí 1981 frá Sandskeiði að Flúðum (nr. 45) og að lokum Eggert Norðdahl 20. maí 1984 frá Sandskeiði að Hellu (nr. 53).
Árið 2001 var svifflugan TF-SAS afskráð hér á landi, og seld til útlanda.
FMS-nr. 25 TF-SAT - Schleicher Ka-4 Rhönlerche II
Þessi Rhönlerche II kennsluviffluga var smíðuð hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe árið 1963, raðnúmer 524. Svifflugfélag Íslands keypti hana til landsins 1973, og var hún fjórða og síðasta Rhönlerche II kennslusvifflugan skráð á Íslandi.
Schleicher Rhönlerche II svifflugan TF-SAT á Sandskeiði 1974 (mynd: LM)
Samkvæmt vörslusamningi og afsali, dagsettu 14. maí 2011, afhenti Svifflugfélag Íslands Íslenska flugsögufélaginu TF-SAT til varðveislu og takmarkaðrar eignar, og skuli sviflugan varðveitt á höfuðborgarsvæðinu. Í apríl 2012 er TF-SAT enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands.
FMS-nr. 26 (?) TF-SAA - Scheibe SF-28A Tandem Falke
Þessi tveggja-sæta mótorsviffluga var þróuð af Egon Scheibe, og að hluta til bæði byggð á Bergfalke kennslusvifflugum hans og hinum vinsælu SF-25 Falke mótorsvifflugum, sem voru hins vegar með flugmannasætin hlið við hlið. Fyrsta flug hennar var í maí 1971.
Fyrsta íslenska mótorsvifflugan tilbúin á Sandskeiði 5.7.1974 (mynd: LM)
Vænghaf 16,3 m, lengd 8,1 m, hæð 1,55 m, vængflötur 18,35 m2, vænghlutfall 14,5, vængprófíll Göttingen 533, tómaþungi 400 kg, hámarksþungi 590 kg, hámarkshraði 190 km/klst., ofrishraði 62 km/klst., hámarks rennigildi 27 við 95 km/klst., lágmarks fallhraði 0,9 m/sek. við 70 km/klst., hreyfill: Limbach SL 1700 EA1, 48,5 kW (65 hestöfl), flugtaksbrun 180 m, flugdrægi 500 km.
Svifflugfélag Íslands keypti SF-28A Tandem Falke TF-SAA nýja til landsins vorið 1974, og var hún fyrsta mótorsvifflugan skrásett á Íslandi. Leifur Magnússon hafði í maí 1974 heim- sótt danskan svifflugklúbb á Gorlöse, og farið í formleg tékkflug á SF-28A með Per Weis- haupt, framkvæmdastjóra Kongelig Dansk Aeroklub. Hann flaug íslensku mótorflugunni því í fyrsta fluginu hér, 5. júlí 1974, og í kjölfar þess tékkaði út 14 félaga í SFÍ á þessa tegund.
Þann 28. júní 1994 skemmdist TF-SAA nokkuð í flugtaki við Stúfholt, Rangárvöllum, en flugmaðurinn slapp ómeiddur. Í júní 2001 var hún afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands, og seld til Bandaríkjanna, þar sem hún var endurskráð sem N14KG. Hún fórst þar 17. ágúst 2006.
FMS-nr. 27 (?) TF-SIA - Bryan HP-16
Þessi málmsviffluga var hönnuð af Richard E. Schreder (1915-2002), bandarískum vélaverk- fræðingi og herflugmanni, sem hannaði fjölda flugvéla og sviffluga. HP-16 var í langri röð málmsviffluga, frá HP-7 til HP-22, en af flestum þeirra voru aðeins fáar smíðaðar. Aðeins eitt eintak var t.d. smíðað af gerðunum HP-8, -9, -15 og -19. Vinsælastar voru HP-11 (42 stk.), HP-14 (35 stk.) og HP-18 (50 stk.). Schreder varð þrisvar sinnum Bandaríkjameistari í svifflugi á HP-svifflugum sínum. Hann þróaði HP-16 árið 1971, og af þessarri gerð voru smíðaðar samtals 20, þar af helmingurinn í Bandaríkjunum, og er ein þeirra nú geymd á National Soaring Museum.
Smiðirnir Garðar og Birgir með TF-SIA á Sandskeiði vorið 1974 (mynd: LM)
Vænghaf 15,0 m, vængflötur 10,5 m2, vænghlutfall 21,5, vængprófíll Wortmann 67-150, tómaþungi 192 kg, hámarksþungi 418 kg, hámarks vatnsþungi 90 kg, hámarkshraði 240 km/klst., ofrishraði 52 km/klst., hámarks rennigildi 36 við 89 km/klst., lágmarks fallhraði 0,66 m/sek. við 80 km/klst.
Garðar Gíslason og Birgir Johnson smíðuðu HP-16 sviffluguna TF-SIA hér, og fór hún í sitt fyrsta flug í sumarbyrjun 1974. Garðar flaug henni á tveimur Íslandsmótum í svifflugi, 8. mótinu 1976 og 9. mótinu 1978. Sigurður Benediktsson hafði hana til afnota á 10. mótinu 1980, Baldur Jónsson á 11. mótinu 1982, Tom Knauff (gestur) flaug henni á 12. mótinu 1984 og 14. mótinu 1988, og Klaus Wederkind (gestur) var á henni hluta 16. mótsins 1992.
TF-SIA skemmdist í flugtaki af Geitamel 13. júlí 1992, en flugmaðurinn slapp ómeiddur. Þessi sviffluga mun enn vera til, en var afskráð af Flugmálastjórn Íslands 12. nóvember 2010.
FMS-nr. 28 (?) TF-SBG - Spatz 55
Þessi svifflugugerð var þróuð árið 1952 af Egon Scheibe, eiganda Scheibe-Flugzeugbau, Dachau við München, Þýskalandi, og var yfirleitt framleidd þar. Þetta eintak mun hins vegar hafa verið smíðað hjá öðrum í Þýskalandi. Samtals voru um 450 framleiddar.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,25 m, vængflötur 11,7 m2, vænghlutfall 19,2, vængprófill Mü 14, tómaþungi 155 kg, hámarksþungi 265 kg, hámarkshraði 180 km/klst., ofrishraði 50 km/klst. hámarks rennigildi 29 við 73 km/klst., lágmarks fallhraði 0,68 m/sek. við 64 km/klst.
Engin ljósmynd finnst af TF-SBG, enda var skeið hennar stutt á Íslandi
Svifflugan TF-SBG mun hafa verið smíðuð í Þýskalandi 1956. Svifflugfélag Akureyrar keypti hana vorið 1976 af Viborg svifflugklúbbnum í Danmörku. Hún eyðilagðist hins vegar strax 28. júní 1976, þegar hún brotlenti illa í aðflugi að Melgerðismelum. Flugmaðurinn slapp að mestu ómeiddur. Flakið var þá hengt upp í rjáfur flugskýlisins á Melgerðismelum, og hékk þar í mörg ár. Svo virðist að einhver hafi síðar rekist í það, og var það þá tekið niður, brennt og urðað við Melgerðismela.
FMS-nr. 269 TF-SBH - Schleicher Ka-6
TF-SBH var smíðuð árið 1957 hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen
a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi, raðnúmer 263. Hún var skráð hér 9. júlí 1976 sem eign Svifflugfélags Akureyrar, sem hafði keypt hana notaða af Viborg Svæveflyveklubb, Danmörku, en þar hafði hún 18. apríl 1970 áður verið skráð OY-FXX. Þar áður hafði hún verið skráð í Þýskalandi sem D-9089.
TF-SBH var notuð í a.m.k. tíu 50 km flugum fyrir Silfur-C. Fyrst 4. ágúst 1976 í flugi Arngríms Jóhannssonar frá Kristnesi að Aðaldalsflugvelli (nr. 32), og 8. ágúst 1976 í flugi Hauks Jónssonar frá Kristnesi að Aðaldalsflugvelli (nr. 33), næst 30. júlí 1978 í flugi Víðis Gíslasonar frá Melgerðismelum að Klambraseli (nr. 37), þá 30. ágúst 1978 í flugi Snæbjörns Erlendssonar frá Melgerðismelum að Aðaldalsflugvelli (nr. 38), næst 19. september 1978 í flugi Jónasar Hallgrímssonar frá Kristnesi að Aðaldalsflugvelli (nr. 39), þá 28. október 1979 í flugi Jóns Magnússonar frá Kristnesi að Aðaldalsflugvelli (nr. 43), næst 20. júlí 1982 í flugi Helga Tryggvasonar frá Melgerðismelum að Aðaldalsflugvelli (nr. 48), þá 25. júlí 1982 í flugi Ólafs Magnússonar frá Melgerðismelum að Aðaldalsflugvelli (nr. 49), næst 31. ágúst 1982 í flugi Ágústs J. Magnússonar frá Melgerðismelum að Aðaldalsflugvelli (nr. 50), og að lokum 2. október 1987 í flugi Einars Björnssonar frá Kristnesi að Aðaldalsflugvelli (nr. 60).
TF-SBH var flogið á fjórum Íslandsmótum í svifflugi, fyrst notuð af Braga Snædal á 8. mótinu 1976 og 9. mótinu 1978, Snæbjörn Erlendsson flaug henni á 10. mótinu 1980 og að lokum var Gylfi Magnússon á henni á 13. mótinu 1986.
Schleicher Ka-6 svifflugan TF-SBH á 8. Hellumótinu 1976 (mynd: LM)
TF-SBH gereyðilagðist á Þorláksmessu 1990, þegar annar vængurinn brotnaði af henni í æfingaflugi yfir Melgerðismelum. Flugmaðurinn, Erlendur Árnason (18), lést. Svifflugan var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 8. janúar 1991.
FMS-nr. 302 TF-SBI - LOM 58-I Libelle Standard
Þessi tegund hafði verið þróuð árið 1958 af "Entwicklungskollektiv der VEB Apparatebau Lommatzsch" í Þýska alþýðulýðveldinu (DDR), og byggð á fyrri svifflugu, LOM 55/1 Libelle. Fyrsta flug gerðarinnar var 27. febrúar 1959, og voru samtals 88 framleiddar.
Austurþýska svifflugan komin til Svifflugfélags Akureyrar (mynd:Flugheimur)
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,6 m, vængflötur 13,76 m2, vænghlutfall 16,35, vængprófíll Göttingen 549, tómaþungi 210 kg, hámarksþungi 300 kg, hámarkshraði 200 km/klst. ofrishraði 50 km/klst., hámarks rennigildi 28 við 78 km/klst., lágmarks fallhraði 0,73 m/sek. við 74 km/klst.
TF-SBI var smíðuð árið 1959 hjá VEB Apparatebau, Lommatzsch, Austur-Þýskalandi, raðnúmer 025-1959. Svifflugfélag Akureyrar keypti hana af Ålborg Svæveklub, Danmörku, og fluttu hana inn haustið 1977. Hún var síðan skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 30. júní 1978 sem eign félagsins. Í Danmörku hafði svifflugan verið skráð OY-EXX, en aðrar fyrri skráningar hennar voru OH-LSA í Finnlandi og DM-1525 í Austur-Þýskalandi.
Haukur Jónsson notaði TF-SBI í 9. Íslandsmótinu í svifflugi, Hellu, 1978. Hún brotlenti síðan 30. júlí 1978 á túni við bæinn Brekku í Eyjafjarðarsveit. Svifflugan er enn til og geymd í flugskýlinu á Melgerðismelum, og gætu laghentir menn væntanlega gert hana upp. Upprunaleg smíði svifflugunnar er talin vera góð, og öll stýri tengjast t.d. sjálfkrafa við samsetningu. Frá verksmiðju mun hún hafa verið með blásna húfu, en dönsku eigendurnir hafi hins vegar síðar þurft að smíða á hana eigin húfu, sem er ekki til mikillar prýði.
FMS-nr. 303 TF-SAE - Schleicher Ka-6E
Þessi gerð var lokastigið í þróun Rudolf Kaiser hjá Schleicher á hinum vinsælu Ka-6 svif- flugum, og fór í sitt fyrsta flug 1965. Millistigið eða undanfari hennar var Ka-10, sem var í reynd Ka-6CR með breyttum væng með Wortmann prófíl (FX-40 og FX-30). Við það batnaði rennigildið í 32, en tómaþunginn jókst um 25 kg, þannig að lágmarks fallhraðinn varð meiri. Aðeins 12 Ka-10 voru smíðaðar. Hjá Ka-6E er fyrri NACA 63 vængprófíl haldið að mestu leyti óbreyttum, nema að frambrún vængsins er með svonefndu "Wortmann nefi". Rennigildið batnaði í 33, og að öðru leyti héldust fyrri þægilegu flugeiginleikar Ka-6CR.
Schleicher Ka-6E svifflugan TF-SAE (mynd: Flugheimur)
Gamli kappinn Heinz Huth frumsýndi Ka-6E á heimsmeistaramótinu í Englandi 1965, og Rudolf Kaiser var þar sjálfur tiltækur í liði hans til að nostra við nýju svifflugugerðina. Síðar sama ár tókst Hans Werner Grosse að vinna bandaríska svifflugmótið á Ka-6E. Samtals voru 394 Ka-6E framleiddar, sú síðasta árið 1972.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,66 m, vængflötur 12,4 m2, vænghlutfall 18,1, vængprófíll NACA 63618/63615 og "Wortmann nef", tómaþungi 190 kg, hámarksþungi 300 kg, hámarkshraði 200 km/klst., ofrishraði 59 km/klst., hámarks rennigildi 33 við 80 km/klst. lágmarks fallhraði 0,63 m/sek. við 70 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 81.
TF-SAE var smíðuð árið 1969 hjá Schleicher, raðnúmer 4.264. Hún var skráð hér 9. júní 1978 sem eign Svifflugfélags Íslands, sem hafði keypt hana notaða frá Fliegergruppe Geislingen e.V. í Þýskalandi. Þar hafði hún borið skrásetninguna D-0152.
TF-SAE var notuð í a.m.k. sjö 50 km langflugum fyrir Silfur-C. Fyrst 8. ágúst 1979 í flugi Magnúsar Jónssonar frá Sandskeiði að Hæli í Hreppum (nr. 42), þá 12. ágúst 1985 í flugi Magnúsar I. Óskarssonar frá Sandskeiði til Múlakots (nr. 56), næst 3. ágúst 1986 í flugi Þorgeirs Magnússonar frá Sandskeiði að Flúðum (nr. 57), þá 11. júlí 1987 í flugi Árna B. Jóhannssonar frá Sandskeiði að Hellu (nr. 58), næst 27. júlí 1988 í flugi Stefáns Árna Þorgeirssonar (nr. 65), þá 22. júní 1994 í flugi Karls Norðdahl frá Sandskeiði að Geitamel (nr. 72), og að lokum 6. júní 2008 í flugi Helga Haraldssonar frá Sandskeiði að Fosshólum á Rangárvöllum (nr. 78).
TF-SAE var notuð af 11 keppendum á samtals 13 Íslandsmótum í svifflugi. Fyrst af Þórmundi Sigurbjarnasyni á 9. mótinu 1978, síðan af Leifi Magnússyni á 10. mótinu 1980 (Íslandsmeistari) og 11. mótinu 1982 (Íslandsmeistari), Höskuldi Frímannssyni á 12. mótinu 1984, Eggert Norðdahl á 13. mótinu 1986, Steinþóri Skúlasyni á 14. mótinu 1988 og Eggert Norðdahl á 15. mótinu 1990. Þá flaug Stefán Þorgeirsson henni á 16. mótinu 1992, Theódór Blöndal Einarsson á 19. mótinu 1998, Hafsteinn Jónasson á 20. mótinu 2000, Magnús I. Óskarsson á 21. mótinu 2001, Sigtryggur Sigtryggsson á 22. mótinu 2004 og að lokum Daníel Stefánsson á 23. mótinu 2006.
Leifur Magnússon flaug TF-SAE 19. júlí 1980, þegar hann setti nýtt innanlandsmet í langflugi eftir þríhyrningsbraut, Hella - Búrfellsstífla - Miðdalur - Hella (139, 0 km).
Þann 2. september 2006 hlekktist TF-SAE á í aðflugi til lendingar á Sandskeiði, og var þetta þriðja lending flugmannsins á þessari svifflugugerð. Hún ofreis rétt fyrir lendingu. Rann- sóknarnefnd flugslysa taldi að loftbremsum hennar hefði verið beitt of mikið við of lítinn flughraða. Flugmaðurinn slapp ómeiddur.
Í apríl 2012 er TF-SAE enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands.
Nr. 305 TF-SIK - PIK-16C Vasama
Þessi sviffluga var framleidd hjá K.K. Lehtovaara í Finnlandi árið 1965, raðnúmer 42. Fyrstu skráningar hennar voru OO-ZAD og OY-XCO. Kristján Sveinbjörnsson og Stefán Sigurðsson keyptu hana notaða til landsins, og var hún skráð hér 16. júní 1978.
TF-SIK var notuð í a.m.k. eitt 50 km langflug fyrir Silfur-C, þegar Kristján Sveinbjörnsson flaug henni 31. maí 1981 frá Sandskeiði til Hellu (nr. 44). Þá var hún notuð af þremur keppendum á samtals sjö Íslandsmótum í svifflugi. Fyrst af Stefáni Sigurðssyni á 9. mótinu 1978, Kristjáni Sveinbjörnsyni á 10. mótinu 1980 og 12. mótinu 1984, Stefáni Sigurðssyni á 13. mótinu 1986, og Kristjáni Sveinbjörnssyni á 14. mótinu 1988. Þá flaug Þórður Hafliðason henni á 16. mótinu 1992 og að lokum á 17. mótinu 1994.
Árið 1994 keyptu Skúli Sigurðsson o.fl. TF-SIK. Í apríl 2012 er TF-SIK enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Skúla Sigurðssonar o.fl., Reykjavík.
Vasama svifflugan TF-SIK á Sandskeiði (mynd: Flugheimur, BS)
FMS-nr. 328 TF-SOL - Grob G-102 Astir CS 77
Þessi CS (Club Standard) svifflugutegund var hönnuð af Burkhart Grob, og fór í sitt fyrsta flug í desember 1974. Framleiðslan var hjá Grob Aircraft, Þýskalandi, sem áður hafði framleitt Standard-Cirrus svifflugur samkvæmt leyfi frá Schempp-Hirth. Gerðin náði miklum vinsældum, og framleiddar voru samtals um 1.240 af öllum undirgerðum Astir.
Fyrsta íslenska "plastsvifflugan" TF-SOL á Sandskeiði (mynd: Flugheimur)
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,75 m, hæð 1,26 m, vængflötur 12,4 m2, vænghlutfall 18,2, vængprófíll Eppler 603, tómaþungi 255 kg, hámarksþungi 450 kg, þar af vatn að hámarki 100 kg, hámarkshraði 250 km/klst., ofrishraði 60 km/klst., hámarks rennigildi 38 við 105 km/klst. lágmarks fallhraði 0,62 m/sek. við 76 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 89.
TF-SOL var framleidd hjá Grob Aircraft árið 1979, raðnúmer 1.829. Þann 13. júlí 1979 var hún skráð af Flugmálastjórn Íslands sem eign Sigmundar M. Andréssonar og Þórmundar Sigurbjarnasonar, sem höfðu keypt hana nýja til landsins. Hún varð þar með fyrsta svifflugan úr glertrefjaefnum, sem skráð er á Íslandi.
Svifflugan hefur verið notuð af tveimur keppendum á samtals níu Íslandsmótum í svifflugi. Fyrst af Þórmundi Sigurbjarnasyni á 10. mótinu 1980, en síðan af Sigmundi M. Andréssyni á 11. mótinu 1982, 12. mótinu 1984 (Íslandsmeistari), 13. mótinu 1986, 14. mótinu 1988, 16. mótinu 1992, 17. mótinu 1994, 18. mótinu 1996 og að lokum á 20. mótinu 2000.
TF-SOL var flogið af Sigmundi M. Andréssyni í nokkrum metflugum. Fyrst 15. júní 1983, þegar hann nýtt innanlandsmet í langflugi, frá Sandskeiði að Fossi á Síðu (184,1 km). Næst 10. ágúst 1985 í flugi frá Sandskeiði, þegar náðust ný Íslandsmet í flughækkun (7.910 m) og flughæð (8.560 m), og að lokum 3. júlí 1988, þegar sett var nýtt Íslandsmet í langflugi eftir þríhyrningsbraut, Sandskeið - Hvítárvatn - Einhyrningur - Sandskeið (314 km). Með síðast nefnda fluginu lauk Sigmundur jafnframt skilyrðum fyrir Gull-C (nr. 5).
Í apríl 2012 er TF-SOL enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Sigmundar M. Andréssonar o.fl., Garðabæ.
FMS-nr. 338 TF-SIP - Grob G-104 Speed Astir IIB
Þróun þessarar tegundar hjá Grob byggði að hluta til á G102 Astir, en með mun meiri áherslu á sértaka eiginleika fyrir keppnisflug. Vænghlutfallið var um 8% meira, og skrokkurinn mjórri. Fyrsta flug hennar var árið 1978. IIB-gerðin býður upp á heldur lengri skrokk, og þar með betra rými fyrir stærri flugmenn. Samtals voru smíðaðar 108 Speed Astir svifflugur.
Grob Speed-Astir svifflugan TF-SIP á Sandskeiði (mynd: Flugheimur)
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,8 m, hæð 1,27 m, vængflötur 11,5 m2, vænghlutfall 19,6, vængprófill Eppler 662, tómaþungi 255 kg., hámarksþungi 515 kg, þar af vatn að hámarki 180 kg, hámarkshraði 270 km/klst., ofrishraði 75 km/klst., hámarks rennigildi 41 við 110 km/klst. lágmarks fallhraði 0,6 m/sek. við 85 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 96.
Speed Astir svifflugan TF-SIP var smíðuð hjá Grob Aircraft, Þýskalandi, árið 1979, raðnúmer 4.087. Þann 20. nóvember 1979 er hún skráð hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign Baldurs Jónssonar og Sverris Thorlákssonar, sem höfðu keypt hana nýja til landsins.
TF-SIP hefur verið notuð af fimm keppendum á samtals átta Íslandsmótum í svifflugi. Fyrst af Baldri Jónssyni á 10. mótinu 1980 og Sverri Thorlákssyni á 11. mótinu 1982. Síðan aftur af Baldri á 12. mótinu 1984, 13. mótinu 1986 og 15. mótinu 1990. Þá flaug Pálmi Agnar Franken henni á 19. mótinu 1998, Steinþór Skúlason á 20. mótinu 2000 og Steingrímur Friðriksson á 22. mótinu 2004.
Baldur Jónsson flaug TF-SIP 31. júlí 1983 frá Sandskeiði að Leiðólfsfelli og aftur til baka að Sandskeiði (306,8 km), sem var fyrsta 300 km svifflugið á Íslandi, nýtt Íslandsmet í markflugi fram og til baka, og jafnframt lokaskilyrði Baldurs fyrir íslenskt Gull-C nr. 4. Þetta flug var síðar einnig skráð sem Íslandsmet í hraða í 300 km markflugi fram og tilbaka (41,9 km/klst.).
Þorsteinn A. Guðnason eignaðist sviffluguna TF-SIP árið 1992, og 22. júní 1994 notaði hann hana í flugi sínu frá Þórsmörk að Hruna fyrir Silfur-C nr. 71. Pálmi Agnar Franken flaug henni 6. júní 1998 frá Sandskeiði að Flúðum fyrir Silfur-C nr. 74.
Þann 22. maí 1987 stakkst TF-SIP til jarðar úr 50 m hæð, þegar flugmaðurinn sleppti dráttartaug í flugtogi, og slasaðist hann nokkuð. Í ljós kom að hæðarstýri svifflugunnar hafði ekki verið rétt tengt við samsetningu. Hún var send til Þýskalands til viðgerðar. Þá brotlenti hún 6. júlí 1995 á Sandskeiði, en flugmaðurinn slapp ómeiddur. TF-SIP var endursmíðuð.
Í apríl 2012 er TF-SIP enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Pálma Agnars Franken, Kópavogi, sem hafði keypt hana 1998.
FMS-nr. 360 TF-SEL - Fibera KK-1E Utu
Utu (finnska orðið fyrir mistur) var fyrsta finnska svifflugugerðin, sem smíðuð var úr glertrefjaefnum, og var meðal þeirra fyrstu slíkra í heiminum. Hún var hönnuð af Ahto Anttila, og fór í sitt fyrsta flug í ágúst 1964. Aðeins 22 voru framleiddar hjá Oy Fibera Ab, og er ein þeirra til sýnis í finnska flugsögusafninu í Helsinki.
Finnska Utu "plastsvifflugan" TF-SEL á flugi við Sandskeið (mynd: Flugheimur)
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,5 m, hæð 1,22 m, vængflötur 11,3 m2, vænghlutfall 20,0, vængprófíll NACA 63-618 (vængrót) og NACA 63-612 (vængendi), tómaþungi 200 kg, hámarksþungi 310 kg, hámarkshraði 250 km/klst., ofrishraði 63 km/klst., hámarks rennigildi 35 við 81 km/klst., lágmarks fallhraði 0,61 m/sek. við 74 km/klst.
TF-SEL var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 30. apríl 1980 sem eign Þorgeirs Yngvasonar, en áður hafði hún borið skrásetningarnar OH-LKO og OH-366. Hann keppti strax á svifflugunni á 10. Íslandsmótinu í svifflugi, Hellu, í júlí 1980. Litlu síðar, eða 21. júlí, eyðilagðist TF-SEL eftir að hún spann niður í jörð nálægt Sandskeiði, og slasaðist flugmaður hennar nokkuð. Svifflugan var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 14. október 1980.
FMS-nr. 361 TF-SLS - Rolladen-Schneider LS3-17
LS3 svifflugan var hönnuð af Wolf Lemke, sem var einn af þremur aðalhönnuðum tímamóta svifflugunnar D-36 Circe hjá Akaflieg Darmstadt. Hún var framleidd hjá Rolladen-Schneider, Þýskalandi, á árunum 1976-1983. Fyrsta flug hennar var árið 1976. Framleiddar voru sam- tals 429 LS3 svifflugur af þremur undirgerðum. Ein þeirra er LS3-17, sem með sérstökum vængendaframlengingum getur boðið upp á tvenns konar vænghaf, 15 og 17 m. Af þeirri undirgerð voru framleidd 66 eintök.
Vænghaf 17,0 m, lengd 6,86 m, hæð 1,32 m, vængflötur 11,2 m2, vænghlutfall 25,8. vængprófíll Wortmann FX 67-K-170, tómaþungi 260 kg, hámarksþungi 370 kg, hámarkshraði 270 km/klst., ofrishraði 60 km/klst., hámarks rennigildi 44 við 98 km/klst., lágmarks fallhraði 0,56 m/sek. við 80 km /klst. BGA-forgjöf 2012: 102.
Nýja LS3-17 svifflugan TF-SLS mætt til keppni á komin á Hellu (mynd: LM)
LS3-17 svifflugan TF-SLS var smíðuð hjá Rolladen Schneider, Þýskalandi, árið 1980, raðnúmer 3.428. Hún var skráð 23. apríl 1980 hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign Garðars Gíslasonar, sem hafði keypt hana nýja til landsins.
Garðar notaði TF-SLS á samtals sex Íslandsmótum í svifflugi. Fyrst á 10. mótinu 1980, en þar var TF-SLS ein af fjórum nýjum "plastsvifflugum". Síðan á 11. mótinu 1982, 12. mótinu 1984, 14. mótinu 1988 (Íslandsmeistari), 15. mótinu 1990 (Íslandsmeistari) og að lokum á 16. mótinu 1992 (Íslandsmeistari).
Þá flaug Garðar TF-SLS hérlendis í tveimur metflugum. Fyrst 17. júlí 1983, þegar hann setti nýtt innanlandsmet í langflugi, frá Sandskeiði að Kvískerjum á A.-Skaftafellssýslu (250,2 km), og síðan 9. júlí 1984, þegar hann setti nýtt innanlandsmet í hraða í 100 km þríhyrningsflugi, Hella - Búrfell - Hruni - Hella (63,8 km/klst.). Garðar notaði TF-SLS 30. ágúst 1988 í 300 km þríhyrningsflugi sínu Sandskeið - Akrar - Hrauneyjafoss - Sandskeið, og lauk þar með skilyrðum fyrir íslenskt Gull-C nr. 8. Að lokum bætti Garðar 10. júlí 1993 Íslandsmetið í hraða í 300 km markflugi fram og tilnaka, Geitamelur - Vegamót - Geitamelur (62,9 km/klst.).
Í apríl 2012 er TF-SLS enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands, en nú sem eign Arngríms Jóhannssonar, Akureyri. Hún er oft til sýnis í Flugsafni Íslands, Akureyrar- flugvelli.
FMS-nr. 376 TF-SHK - Schempp-Hirth SHK-1
Þessi svifflugugerð var hönnuð af Klaus Holighaus, og að hluta til byggð á þeirri 1964 gerð af Standard Austria svifflugunni, sem var nefnd "SH". Ætla má, að í SHK-1 sé að finna lokastig þróunar sviffluga, sem smíðaðar voru úr tré. Hún fór í sitt fyrsta flug 1965, og var framleidd hjá Schempp-Hirth, Þýskalandi. Rolf Kuntz flaug þessarri gerð á heimsmeistaramótinu í svifflugi 1965, og varð þar í þriðja sæti. Þar var hún nefnd HKS-3 (þróunarfélag Haase, Kensche og Schmetz). Samtals voru smíðaðar 59 SHK-1 svifflugur.
Vænghaf 17,0 m, lengd 6,3 m, vængflötur 14,7 m2, vænghlutfall 20,2, vængprófíll Eppler 266, tómaþungi 260 kg, hámarksþungi 370 kg, hámarkshraði 200 km/klst., ofrishraði 63 km/klst., hámarks rennigildi 38 við 87 km/klst., lágmarks fallhraði 0,61 m/sek. við 70 km/klst. BGA-forgjöf: 89.
Schempp-Hirth SHK-1 svifflugan SHK á Sandskeiði (mynd: SFÍ)
TF-SHK var smíðuð hjá Schempp-Hirth árið 1966, raðnúmer 29. Í Þýskalandi bar hún skráninguna D-5582. Magnús Jónsson keypti hana notaða til landsins vorið 1980, og var hún skráð hér 16. júní 1980. Magnús flaug henni strax á 10. Íslandsmótinu í svifflugi í júlí 1980.
Árið 1986 keypti Þórir Indriðason sviffluguna TF-SHK af Magnúsi, og flaug henni á 14. Íslandsmótinu 1988 og 16. mótinu 1992. Þá notaði Þórir hana 28. september 1988 í 50 km langflugi sínu fyrir Silfur-C, frá Sandskeiði að Hruna (nr. 66).
Þann 22. júlí 1992 gereyðilagðist TF-SHK eftir að hún spann til jarðar úr 200 m hæð eftir flugtak af Sandskeiði, og slasaðist flugmaðurinn töluvert. Hún var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 7. september 1992.
FMS-nr. 379 TF-SAV - Schleicher K-8B
Þessi K-8B sviffluga var framleidd hjá Schleicher árið 1961, raðnúmer 159/59. Hún fékk skrásetninguna D-5286 í Þýskalandi. Hún var skrásett hér 11. júlí 1980 sem eign Svif- flugfélags Íslands, sem þá hafði keypt hana notaða frá Þýskalandi, og var hún fjórða og síðasta K-8B svifflugan skráð á Íslandi.
TF-SAV var notuð í a.m.k. einu 50 km langflugi fyrir Silfur-C, þegar Fannar Sverrisson flaug henni 10. júní 1991 frá Sandskeiði að Hellu (nr. 69).
Þá var þessi sviffluga notuð af sex keppendum á jafn mörgum Íslandsmótum í svifflugi. Höskuldur Frímannsson flaug henni á 11. mótinu 1982, Steinþór Skúlason á 12. mótinu 1984, Björn Björnsson á 13. mótinu 1986, Fannar Sverrisson á 14. mótinu 1988, John Bell eða Stefán Þorgeirsson á 15. mótinu 1990 og Karl Norðdahl á 18. mótinu 1996.
Schleicher K-8B svifflugan TF-SAV á Sandskeiði (mynd: SFÍ)
Í apríl 2012 er TF-SAV enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflug- félags Íslands.
FMS-nr. 395 TF-SAB - Schleicher K-7
Þessi tveggja-sæta kennslusviffluga með stálgrindarskrokk var hönnuð af Rudolf Kaiser hjá Schleicher, og í stórum dráttum byggð á fyrri kennslusvifflugu hans, Ka-2, frá árinu 1953, sem var með skrokk úr tré. Fyrsta flug hennar var árið 1959, og samtals voru 511 smíðaðar á árunum 1957-1977.
Vænghaf 16,0 m, lengd 8,15 m, vængflötur 17,5 m2, vænghlutfall 14,6, vængprófíll Gö 533, tómaþungi 280 kg, hámarksþungi 480 kg, hámarkshraði 200 km/klst., ofrishraði 60 km/klst., hámarks rennigildi 26 við 80 km/klst., lágmarks fallhraði 0,85 m/sek. við 70 km/klst. BGA- forgjöf 2012: 64.
TF-SAB var smíðuð hjá Schleicher árið 1964, raðnúmer 7.052-A. Í Þýskalandi var hún fyrst skráð sem D-5309. Hún var skráð 24. apríl 1981 hjá Flugmálastjórn Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands, sem hafði þá keypt hana notaða frá Þýskalandi.
Þann 4. júní 1994 skemmdist TF-SAB nokkuð í lendingu á Sandskeiði, en flugmennirnir sluppu ómeiddir. Í apríl 2012 er TF-SAB enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands.
Svifflugan TF-SAB á flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli (mynd: Flugheimur)
FMS-nr. 402 TF-SON - Briegleb BG-12-16
Þessi svifflugugerð var hönnuð í Bandaríkjunum af William Briegleb, og byggð á BG-12, sem fyrst flaug 1956. Hutir í hana voru framleiddir af Sailplane Corporation of America, m.a. fyrir heimasmíði. BG-12-16 fór í sitt fyrsta flug í júní 1969.
Vænghaf 15,24 m, lengd 7,32 m, hæð 1,27 m, vængflötur 13,2 m2, vænghlutfall 17,9, vængprófíll NACA 4415R/4406R, tómaþungi 238 kg, hámarksþungi 363 kg, hámarkshraði 225 km/klst., ofrishraði 55 km/klst., hámarks rennigildi 34 við 90 km/klst., lágmarks fallhraði 0,68 m/sek. við 77 km/klst.
Þorgeir og Hörður frumsýna nýju BG-sviffluguna á Hellu 1982 (mynd: LM)
Þorgeir L. Árnason og Hörður Hjálmarsson smíðuðu þessa svifflugu hér, og var hún skrásett hjá Flugmálastjórn Íslands sem TF-SON 5. júní 1981. Þeir settu á hana raðnúmerið HÞ-01. Hörður Hjálmarsson notaði hana 21. júlí 1981 í 50 km Silfur-C langflugi sínu (nr. 46).
TF-SON var notuð af þremur keppendum á samtals fimm Íslandsmótum í svifflugi. Þorgeir L. Árnason notaði hana fyrst á 11. mótinu 1982, síðan á 12. mótinu 1984, og að lokum á 13.mótinu 1986. Hörður Hjálmarsson flaug henni á 14. mótinu 1988, og Stefán L. Þorgeirsson á 17. mótinu 1994.
FMS-nr. 439 TF-SIS - Glasflügel H-205 Club Libelle
Þessi glertrefjasviffluga var þróuð hjá Glasflügel í Þýskalandi, og var að hluta til byggð á H- 201 Standard Libelle, en með rýmri stjórnklefa, fast lendingarhjól, hærra settum væng og með T-hæðarstýri, sem gerði hana mun heppilegri til notkunar hjá svifflugklúbbum. Hún fór í sitt fyrsta flug 1975, og samtals voru 176 smíðaðar.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,4 m, hæð 1,4 m, vængflötur 9,8 m2, vænghlutfall 23,0, vængprófíll FX 66-17A II 182, tómaþungi 217 kg, hámarksþungi 350 kg, hámarkshraði 200 km/klst., ofrishraði 60 km/klst., hámarks rennigildi 35 við 90 km/klst., lágmarks fallhraði 0,67 m/sek. við 75. BGA-forgjöf 2012: 86.
Glasflügel Club Libelle svifflugan TF-SIS mætt til keppni (mynd: Flugheimur)
TF-SIS var smíðuð hjá Glasflügel árið 1974, raðnúmer 002. Meðal fyrri erlendra skráninga hennar eru OH-456 og OH-456X. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 4. janúar 1983 sem eign Ágústar Magnússonar o.fl. Árið 1987 keyptu hana Magnús I. Óskarsson og Steinþór Skúlason.
Steinþór Skúlason notaði Club Libelle sviffluguna TF-SIS 9. júlí 1991, þegar hann setti Íslandsmet í hraða í 100 km markflugi fram og tilbaka, Sandskeið-Skálholt-Sandskeið, 66,45 km/klst. Magnús I. Óskarsson notaði hana einnig 9. júlí 1993, þegar hann setti Íslandsmet í hraða í 300 km markflugi fram og tilbaka, Geitamelur-Vegamót-Geitamelur, 45,34 km/klst.
Club Libelle svifflugan TF-SIS var notuð af þremur keppendum á sex Íslandsmótum í svif- flugi. Fyrstur var Ágúst Magnússon á 12. mótinu 1984, síðan Steinþór Skúlason á 13. mótinu 1986 (Íslandsmeistari), Magnús I. Óskarsson á 14. mótinu 1988 og 15. mótinu 1990, þá Steinþór Skúlason á 16. mótinu 1992, og að lokum Magnús I. Óskarsson á 17. mótinu 1994.
Hún laskaðist 7, júlí 1994 í flugtaki við Bjarnastaði í Árnessýslu, og var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 22. maí 1995 og seld til Þýskalands.
FMS-nr. 443 TF-SKI - Hoffmann H-36 Dimona
Þessi tveggja-sæta mótorsviffluga var upphaflega hönnuð af Wolf Hoffmann í Austurríki, og fyrst framleidd af Hoffmann Flugzeugbau, Friesach, Austurríki, en síðar af Diamond Aircraft. Fyrsta flug hennar var í október 1980, og meira en 900 af níu undirgerðum voru smíðaðar.
Dimona mótorsviffluga Karls Ísleifssonar, TF-SKI (mynd: Flugheimur)
Vænghaf 16,0 m, vængflötur 15,24 m2, vænghlutfall 16,8, vængprófíll FX 63-137, tómaþungi 497 kg, hámarksþungi 770 kg, eldsneyti 80 lítrar, farflughraði 182 km/klst., hámarkshraði 275 km/klst., flugdrægi 1.094 km, hámarks rennigildi 27 við 105 km/klst., lágmarks fallhraði 0,91 m/sek. við 79 km/klst., 80 hestafla Limbach L2000 hreyfill.
TF-SKI var smíðuð hjá Hoffmann árið 1983, raðnúmer 3.517. Hún var skráð hjá Flugmála- stjórn Íslands 13. apríl 1983 sem eign Karls Ísleifssonar, sem hafði flutt hana inn notaða. Fyrri skráning hennar í Þýskalandi var D-KAGO. Hún var afskráð hér 1. nóvember 1989, og seld til Hollands, þar sem hún fékk skráninguna PH-890.
FMS-nr. 459 TF-SBK - Schleicher K-7
Þessi tveggja-sæta K-7 kennslusviffluga var smíðuð hjá Schleicher árið 1964, raðnúmer 1, Hún var þar fyrst skráð D-0202, og notuð af breska setuliðinu í Þýskalandi.
K-7 kennslusviffluga Svifflugfélags Akureyrar (mynd: Flugheimur)
Svifflugfélag Akureyrar keypti hana af breska setuliðinu, og var hún send frá Þýskalandi til Keflavíkurflugvallar með Hercules herfraktflugvél SFA að kostnaðarlausu. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 10. maí 1984 sem eign Svifflugfélags Akureyrar, og var síðan mikið notuð við kennslu á Melgerðismelum allt til ársins 2006.
Svifflugan TF-SBK var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 4. maí 2010. Hún er þó enn til hjá Svifflugfélagi Akureyrar, en þarfnast viðgerðar.
FMS-nr. 522 TF-ONI - Monnett Moni
Þessi litla bandaríska eins-sætis mótorsviffluga úr málmi var hönnuð af John Monnett, og sérstaklega ætluð fyrir heimasmíði. Hún fór í sitt fyrsta flug 24. júlí 1981, og á árunum 1982- 1986 voru seld samtals 380 "kit" fyrir heimasmíði. Framleiðandi þeirra var "Monnett Experimental Aircraft Inc.". Hönnuðurinn, Monnett, kaus yfirleitt að kalla þessa gerð "Air Recreation Vehicle" fremur en mótorsvifflugu.
Vænghaf 8,38 m, lengd 4,46 m, hæð 1,07 m, vængflötur 7,0 m2, tómaþungi 118 kg, hámarksþungi 227 kg, mótor IAME KFM 107 Maxi 27 hestöfl, hámarkshraði 193 km/klst., farflugshraði 177 km/klst., flugdrægi 515 km, hámarks flughæð 3.810 m, hámarks rennigildi 20, lágmarks fallhraði 0,85 m/sek.
Bandaríska Moni mótorsvifflugan TF-ONI á Sandskeiði (mynd: Flugheimur)
Hörður Hjálmarsson smíðaði TF-ONI á Íslandi, raðnúmer 10, og var hún skráð sem tilraunaflugvél í eigu hans 5. júlí 1986 hjá Flugmálastjórn Íslands. Þann 7. ágúst 1993 var Hörður við Sandskeið í reynsluflugi á henni eftir tiltekna endursmíði og breytingar, þegar hún steyptist óvænt stjórnlaust til jarðar, og lést Hörður (61) samstundis. Niðurstaða Rannsóknar- nefndar flugslysa var sú, að líklegast sé að flugmaðurinn, sem var með kransæðasjúkdóm, hafi af völdum hans og líkamlegs ástands fengið aðsvif í fluginu, og við það misst stjórn á litlu mótorsvifflugunni. TF-ONI var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 29. október 1993.
FMS-nr. 554 TF-SBM - Mistral-C
Þessi sviffluga var þróuð af Strauber-Frommhold í Þýskalandi, og munu samtals um 70 hafa verið smíðaðar.
Vænghaf 15,0 m, vængflötur 10,9 m2, vænghlutfall 20,6, vængprófíll Wortmann FX 61-163, tómaþungi 235 kg, hámarksþungi 350 kg, hámarkshraði 250 km/klst., hámarks rennigildi 35 við 88 km/klst., lágmarks fallhraði 0,65 m/sek. við 70 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 88.
TF-SBM var smíðuð árið 1977, raðnúmer 088/77. Fyrri erlend skráning hennar var D-4908. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 7. maí 1987 sem eign Svifflugfélags Akureyrar.
Snæbjön Erlendsson flaug TF-SBM á 14. Íslandsmótinu í svifflugi 1988.
Mistral-C svifflugan TF-SBM komin til SFA (mynd: Flugheimur)
Í spilstarti TF-SBM á Melgerðismelum 8. júlí 1995 slitnaði togvírin, og ofreis svifflugan þá og stakkst til jarðar. Flugmaðurinn, Friðjón Eyþórsson (63), lést samstundis. Svifflugan var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands síðar á árinu 1995.
FMS-nr. 556 TF-SPO - PIK-20B
Þessi finnska glertrefjasviffluga var hönnuð af teymi undir stjórn Pekka Tammi við tækni- háskólann í Helsinki, og fór í sitt fyrsta flug í október 1973. Samtals voru 425 framleiddar. Ingo Renner notaði PIK-20B, þegar hann vann heimsmeistaramótið í svifflugi 1976.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,34, hæð 1,34, vængflötur 10,0 m2, vænghlutfall 22,5, vængprófíll Wortmann FX 67-K-170/150, tómaþungi 235 kg, hámarksþungi 450 kg, þar af að hámarki 140 kg af vatni, hámarkshraði 262 km/klst., hámarks rennigildi 42 við 110 km/klst., lágmarks fallhraði 0,66 m/sek. BGA-forgjöf 2012: 96.
TF-SPO tilbúin til flugtaks á Reykjavíkurflugvelli (mynd: Flugheimur)
Þessi sviffluga var smíðuð hjá Wiri, Finnlandi, árið 1976, raðnúmer 20.132C. Fyrri erlend skráning hennar var OH-490. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 8. maí 1987 sem eign Björns Björnssonar og Þórðar Eydal Magnússonar. Árið 1992 var hún seld Kristjáni Sveinbjörnssyni og Stefáni Sigurðssyni.
Björn Björnsson notaði TF-SPO 13. júlí 1988 í langflugi sínu frá Sandskeiði að Flúðum, og lauk þar með íslensku Silfur-C nr. 64.
TF-SPO hefur verið notuð af þremur keppendum á samals 11 Íslandsmótum í svifflugi. Fyrstur var Björn Björnsson á 14. mótinu 1988, síðan Stefán Sigurðsson á 15. mótinu 1990, Kristján Sveinbjörnsson á 16. mótinu 1992, 17. mótinu 1994 (Íslandsmeistari) og 18. mótinu1996, þá aftur Stefán Sigurðsson á 19. mótinu 1998, 20. mótinu 2000 og 21. mótinu 2002, Kristján Sveinbjörnsson á 22. mótinu 2004, og Stefán Sigurðsson á 23. mótinu 2006 og 24. mótinu 2008.
Í apríl 2012 er TF-SPO enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Kristjáns Sveinbjörnssonar o.fl., Álftanesi.
FMS-nr. 580 TF-UTU - KK-1E Utu
TF-UTU var smíðuð hjá Fibera, Finnlandi, árið 1967, raðnúmer 14. Erlendis var hún skráð OH-LKD og OY-FKX. Árið 1979 keypti Svifflugfélag Akureyrar hana af Viborg svifflugklúbbnum í Danmörku, og var ætlunin að skrásetja hana á Íslandi sem TF-SBJ. Hún hefði þar með þá orðið fyrsta íslenska svifflugan smíðuð úr glertrefjum. Hún skemmdist hins vegar mjög illa í flutningi sínum til Íslands, og var ekki lagt í að gera við hana þá, m.a. vegna skorts á hérlendri þekkingu og reynslu í viðgerð slíkra sviffluga.
Finnska Utu "plastsvifflugan" í Eyjafirðinum (mynd: Flugheimur)
Gylfi Magnússon og nokkrir aðrir félagsmenn í SFA keyptu hana síðar, og gerðu við hana. Hún var skrásett hjá Flugmálastjórn Íslands 21. september 1987 sem eign Gylfa Magnús- sonar o.fl. Árið 1994 var skráð breytt eignarhald, nýr eigandi var Svifflugfélagið TF-UTU.
Hún var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 12. maí 2010, en er enn til, og geymd í flugskýlinu á Melgerðismelum.
FMS-nr. 616 TF-SAG - Schleicher ASW-19
Þessi glertrefjasviffluga var hönnuð af Gerhard Waibel og framleidd hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi. Hún for í sitt fyrsta flug 23. nóvember 1975, og samtals voru 425 framleiddar.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,82 m, hæð 1,45 m, vængflötur 11,0 m2, vænghlutfall 20,45, vængprófíll Wortmann FX 61-163/60-126, tómaþungi 250 kg, hámarksþungi 408 kg, þar af vatn að hámarki 80 kg, hámarkshraði 250 km/klst., ofrishraði 67 km/klst., hámarks rennigildi 38, lágmarks fallhraði 0,7 m/sek. BGA-forgjöf 2012: 93.
TF-SAG var smíðuð hjá Schleicher árið 1976, raðnúmer 19.034, og var þá seld til Banda- ríkjanna, og þar skráð N19EM. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 22. júní 1988 sem eign Þorgeirs L. Árnasonar.
Schleicher ASW-19 svifflugan TF-SAG á flugi við Sandskeið (mynd: SFÍ)
Þorgeir L. Árnason flaug TF-SAG á 14. Íslandsmótinu í svifflugi 1988 og 15. mótinu 1990. Eftir að Eggert Norðdahl keypti TF-SAG árið 1991, og gerði hana upp, flaug hann svifflug- unni á 21. mótinu 2002, 22. mótinu 2004, 23. mótinu 2006, og 24. mótinu 2008.
Þann 6. október 1990 brotlenti hún á Sandskeiði eftir að togvír slitnaði. Orsökin var sú að flugmaðurinn gætti ekki að því að lofthemlar svifflugunnar voru úti. Hún lenti á grasi utan flugbrautar, og rann þaðan út í læk. Þann 17. júní 2004 nauðlenti TF-SAG á Sandskeiði eftir að togvírinn festist í stéldragi hennar.
Í apríl 2012 er TF-SAG enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Eggerts Norðdahl, Reykjavík.
FMS-nr. 682 TF-STE - Centrair 101A Pegasé
Þessi svifflugugerð var hönnuð af Marc Ranjon, Frakklandi. Hún var framleidd hjá fyrirtæki hans þar, Centrair sem var stofnað 1970 til að annast franska umboðið fyrir Schleicher svifflugur. Um tíma framleiddi það ASW-20 svifflugur samkvæmt heimild frá Schleicher. Pegasé svifflugan notar í reynd ASW-20 skrokk, en er með nýrri og þynnri vængi. Fyrsta flug hennar var 1981, og samtals voru um 300 framleiddar, sú síðasta árið 1988.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,82 m, hæð 1,42 m, vængflötur 10,5 m2, vænghlutfall 21,43, tómaþungi 251 kg, hámarksþungi 455 kg, hámarkshraði 250 km/klst., hámarks rennigildi 41, lágmarks fallhraði 0,60 m/sek. BGA-forgjöf 2012: 95.
TF-STE var smíðuð hjá Centrair árið 1984, raðnúmer 0132. Hún var þá seld til Bandaríkjanna, og þar skráð N40KG. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 27. júní 1991 sem eign Þorgeirs L. Árnasonar, en hann hafði keypt hana frá Bandaríkjunum. Þorgeir flaug TF- STE á 16. Íslandsmótinu í svifflugi 1992, 17. mótinu 1994 og 18. mótinu 1996.
Centrair Pegasé svifflugan TF-STE mætt á Hellu (mynd: Flugheimur)
Árið 2000 keypti Marvin Friðriksson sviffluguna. Í apríl 2012 er TF-STE enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Marvins Friðrikssonar, Hafnarfirði.
FMS-nr. 718 TF-SDF - LAK-12 "Lietuva"
Þessi opna-klassa glertrefjasviffluga frá Litháen var hönnuð af Kestutis Gechas og framleidd hjá fyrirtæki, sem fékk nafnið "JSC Sportina Aviagija ir Ko", Pociunai, og stofnað var árið 1969. LAK-12 var sjötta hönnunarverkefni félagsins. Fyrsta flug LAK-12 var 21. desember 1979. Í júlí 1996 birti bandaríska svifflugtímaritið Soaring mjög athyglisverða grein eftir Richard Johnson um nákvæmar mælingar hans á LAK-12, sem staðfesti í öllum meginatriðum fullyrðingar framleiðandans um hátt rennigildi.
Fyrsta íslenska LAK-12 svifflugan, TF-SDF, tilbúin á Hellumóti (mynd: SFÍ)
Vænghaf 20,42 m, lengd 7,23 m, hæð 1,92 m, vængflötur 14,63 m2, vænghlutfall 28,5, vængprófíll Wortmann FX 67-K-170 (vængrót), FX 67-K-150 (vængendi), tómaþungi 360 kg, hámarksþungi 650 kg (þar af vatn að hámarki 190 kg), hámarkshraði 250 km/klst., ofrishraði 65 km/klst., hámarks rennigildi 47 við 95 km/klst., lágmarks fallhraði 0,48 m/sek. við 75 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 105.
TF-SDF var framleidd árið 1992, raðnúmer 6.207. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 13. október 1994 sem eign Skúla Sigurðssonar o.fl. Hún var fyrsta af fjórum LAK-12 svifflugum, sem keyptar voru til Íslands á árunum 1994-2002.
Steingrímur Rafn Friðriksson notaði TF-SDF 22. maí 2005 í langflugi sínu frá Sandskeiði að Skálholti, og lauk þar með skilyrðum fyrir íslenskt Silfur-C nr. 76.
Fjórir keppendur hafa notað TF-SDF á samtals átta Íslandsmótum í Svifflugi. Þórður Hafliðason flaug henni á 18. mótinu 1996, 19. mótinu 1998, og 20. mótinu 2000, síðan Kristján Sveinbjörnsson á 21. mótinu 2002, þá Orri Eiríksson á 22. mótinu 2004, 23. mótinu 2006 og 24. mótinu 2008, og að lokum Steingrímur Rafn Friðriksson á 25. mótinu 2011.
Árið 2008 keypti Steingrímur þessa svifflugu. Í apríl 2012 er TF-SDF enn í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Steingríms Rafns Friðrikssonar, Reykjavík.
FMS-nr. 719 TF-SAC - Schleicher ASK-21
Þessi tveggja-sæta kennslusviffluga úr glertrefjum var hönnuð af Rudolf Kaiser, og var þetta næstsíðasta svifflugugerðin, sem hann hannaði á löngum og farsælum ferli. Hún var framleidd hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi. Fyrsta flug hennar var í desember 1978. Samtals voru smíðaðar um 900, og þessi vinsæla tvíseta er enn í fullri framleiðslu hjá Schleicher.
Fyrsta "plastsviffluga" SFÍ, TF-SAC, á Sandskeiði. (mynd: SFÍ)
Vænghaf 17,0 m, lengd 8,35 m, hæð 1,55 m, vængflötur 18,0 m2, vænghlutfall 16,1, vængprófíll Wortmann FX S02-196 (vængrót) og FX 60-126 (vængendi), tómaþungi 360 kg, hámarksþungi 600 kg, hámarkshraði 280 km/klst., ofrishraði 65 km/klst., hámarks rennigildi 34 við 90 km/klst., lágmarks fallhraði 0,65 m/sek. við 80 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 85.
TF-SAC var smíðuð hjá árið 1995, raðnúmer 21.617. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 18. maí 1995 sem eign Svifflugfélags Íslands, sem hafði keypt hana nýja til landsins. Þetta var fyrsta sviffluga félagsins smíðuð úr glertrefjaefnum.
Þann 7. september 2003 hlekktist henni á í flugtaki með dráttarspili á Sandskeiði. Hún skall harkalega til jarðar og skemmdist verulega. Flugmaðurinn slasaðist töluvert.
Í apríl 2012 var TF-SAC enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands.
FMS-nr. 730 TF-SIS - LAK-12 "Lietuva"
TF-SIS var smíðuð árið 1995, raðnúmer 6.189. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 24. maí 1995, sem eign Magnúsar I. Óskarssonar og Steinþórs Skúlasonar, sem höfðu flutt hana inn nýja. Hún var önnur af fjórum LAK-12, sem keyptar voru til Íslands á árunum 1994- 2002.
Steinþór Skúlason notaði LAK-12 svifluguna TF-SIS, þegar hann tvíbætti Íslandsmetið í hraða í 100 km markflugi fram og til baka. Fyrst 17. júlí 2004, Sandskeið - Hruni - Sandskeið, 104,5 km/klst., og síðan 29. maí 2007, Sandskeið - Skálholt - Sandskeið, 111,9 km/klst.
TF-SIS á 22. Íslandsmótinu í svifflugi, 2004, Hellu (mynd: M. Korbar)
Steinþór Skúlason flaug LAK-12 svifflugunni TF-SIS í 18. Íslandsmótinu í svifflugi 1996 (Íslandsmeistari) og 19. mótinu 1998, þá notaði Magnús I. Óskarsson hana á 20. mótinu 2000, þá aftur Steinþór á 21. mótinu 2002 (Íslandsmeistari), 22. mótinu 2004 (Íslandsmeistari), 23. mótinu 2006 (Íslandsmeistari) og að lokum á 24. mótinu 2008.
LAK-12 svifflugan TF-SIS var síðar afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands og seld úr landi.
FMS-nr. 742 TF-SKG - LAK-12 "Lietuva"
TF-SKG var smíðuð árið 1992, raðnúmer 6.141, og var fyrst skráð í Litháen sem LY-GKG.
Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 1994 sem eign Jóns Sigurðssonar o.fl. Hún var þriðja af fjórum LAK-12 svifflugum, sem keyptar voru til Íslands á árunum 1994-2002. TF- SKG var síðar endurskráð 10. júní 1996 sem eign Jóns Sigurðssonar.
Theódór Blöndal Einarsson lauk 50km langflugi sínu fyrir Silfur-C 22. júlí 2011, þegar hann flaug TF-SKG frá Sandskeiði að Miðdal, íslenskt Silfur-C nr. 80.
Þrír keppendur hafa notað TF-SKG á samtals níu Íslandsmótum í svifflugi. Fyrstur var Fannar Sverrisson á 17. mótinu 1994 og 18. mótinu 1996, síðan Kristján Sveinbjörnsson á 19. mótinu 1998 (Íslandsmeistari), þá Theódór Blöndal Einarsson á 20. mótinu 2000 (Íslands- meistari), 21. mótinu 2002, 22. mótinu 2004, 23. mótinu 2006, 24. mótinu 2008, og að lokum á 25. mótinu 2011.
LAK-12 svifflugan TF-SKG á Sandskeiði (mynd: Flugheimur)
Í apríl 2012 var TF-SKG enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands, en þá sem eign Theódórs Blöndal Einarssonar o.fl., Sandgerði.
FMS-nr. 743 TF-SZD - SZD 36A Cobra-15
Þessi pólska sviffluga var hönnuð af teyminu W. Okarmus, A. Meus og M, Mikuszewski, og að hluta til byggð á SZD-24 Foka. Hún var framleidd hjá PZL, Póllandi. Hennar fyrsta flug var 31. desember 1969, og um 290 voru framleiddar. Af þeim voru 215 seldar til útlanda. Cobra-15 var upphaflega hönnuð til að keppa á heimsmeistaramótinu 1970, sem haldið var í Texas, Bandaríkjunum, þar sem hún síðan náði öðru og þriðja sætinu í standard klassanum.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,98 m, hæð 1,59 m, vængflötur 11,6 m2, vænghlutfall 19,4, vængprófíll Wortmann FX 61-168 og FX 60-1261, tómaþungi 275 kg, hámarksþungi 405 kg, hámarkshraði 250 km/klst., ofrishraði 67 km/klst., hámarks rennigildi 38 við 94 km/klst., lágmarks fallhraði 0,60 m/sek. BGA-forgjöf 2012: 85.
TF-SZD var smíðuð árið 1974, raðnúmer W-697. Fyrsta skráning hennar var LY-GKA. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 1995 sem eign Jóns Sigurðssonar o.fl. Síðar var hún endurskráð 3. júlí 1996 sem eign Jóns Sigurðssonar, og flaug hann henni í 18. Íslandsmótinu í svifflugi 1996.
Pólska Cobra-15 svifflugan TF-SZD á Sandskeiði (mynd: Flugheimur)
Í apríl 2012 var TF-SZD enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Jóns Sigurðssonar, Reykjavík.
FMS-nr. 758 TF-SBN - PW-5
Þessi pólska sviffluga vann alþjóðlega samkeppni, sem FAI svifflugnefndin efndi til, og þar sem markmiðið var að smíða einfalda og ódýra svifflugu. Hún var hönnuð hjá tækni- háskólanum í Warsaw (PW: Politechnika Warszawska), og fór í sitt fyrsta flug 1993. Samtals voru um 200 framleiddar, fyrst hjá PZL, en síðar hjá PZL-Bielsko.
PW-5 sviffluga SFA, TF-SBN, á Melgerðismelum. (mynd: SFA)
Vænghaf 13,4 m, lengd 6,22 m, hæð 1,86 m, vængflötur 10,2 m2, vænghlutfall 17,8, tómaþungi 190 kg, hámarksþungi 300 kg, hámarkshraði 210 km/klst., ofrishraði 61 km/klst., hámarks rennigildi 32 við 89 km/klst., lágmarks fallhraði 0,65 m/sek. við 72 km/klst. BGA- forgjöf 2012: 81.
Þessi sviffluga var smíðuð hjá PZL árið 1997, raðnúmer 1.707.011. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 30. maí 1997 sem eign Svifflugfélags Akureyrar, sem hafði flutt hana inn nýja frá Póllandi.
Einar Björnsson flaug TF-SBN í 20. Íslandsmótinu í svifflugi 2000, þá Eiríkur Jónsson á 21. mótinu 2002, og síðan aftur Einar á 22. mótinu 2004.
Í apríl 2012 var TF-SBN enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Akureyrar.
FMS-nr. 790 TF-SAL - Rolladen-Schneider LS4
Þessi svifflugugerð var hönnuð af Wolf Lemke, smíðuð hjá Rolladen-Schneider Flugzeugbau, Þýskalandi, og fór í sitt fyrsta flug árið 1980. Samtals voru 1.048 framleiddar, þannig að þessi gerð varð fjórða vinsælasta svifflugan frá upphafi. Hinar þrjár voru Grunau Baby, Blanik og Schleicher K-8B. Smíði hennar var hætt 2003, þegar Rolladen-Schneider varð gjaldþrota. Á heimsmeistaramótinu 1981 urðu LS4 svifflugur í fyrstu tveimur sætunum, og á heimsmeistaramótinu 1983 urðu þær afgerandi í fyrstu sex sætunum. Skrokkur LS4 er að mestu leyti byggður á skrokk LS3.
Vænghaf 15,0 m, lengd 6,84 m, hæð 1,32 m, vængflötur 10,5 m2, vænghlutfall 21,7, vængprófíll Wortmann, tómaþungi 246 kg, hámarksþungi 472 kg (þar af vatn að hámarki 140 kg), hámarkshraði 270 km/klst., hámarks rennigildi 40, lágmarks fallhraði 0,61 m/sek. BGA- forgjöf 2012: 96.
Fyrsta eins-sætis "plastsviffluga" Svifflugfélags Íslands, TF-SAL (mynd: SFÍ)
TF-SAL var smíðuð hjá Rolladen-Schneider árið 1985, raðnúmer 4.498. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 4. júní 1999 sem eign Svifflugfélags Íslands, sem hafði keypt hana notaða frá Segelfluggruppe Lenzburg í Sviss.
Hafsteinn Jónasson notaði TF-SAL 15. júní 2000 í langflugi sínu frá Sandskeiði að Flúðum, og lauk þar með skilyrðum fyrir íslenskt Silfur-C nr. 75. Daníel H. Stefánsson flaug henni 13. maí 2006 frá Sandskeiði að Geysi, þaðan að Flúðum, og tilbaka að Sandskeiði til að ljúka skilyrðum fyrir Silfur-C nr. 77.
Fjórir keppendur hafa flogið TF-SAL á samtals sex Íslandsmótum í svifflugi. Fyrstur var Kristján Sveinbjörnsson í 20. mótinu 2000, næst Hafsteinn Jónasson í 21. mótinu 2002 og 22. mótinu 2004, þá Sigtryggur Sigtryggson í 23. mótinu 2006, og að lokum Daníel H. Stefánsson í 24. mótinu 2008 (Íslandsmeistari) og 25. mótinu 2011.
Í apríl 2012 var TF-SAL enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands.
FMS-nr. 815 TF-SBS - LAK-12 "Lietuva"
TF-SBS var smíðuð árið 1994, raðnúmer 6.184, og var fyrst skráð erlendis sem LY-GLA. Baldur Jónsson og Jón Sigurgeirsson leigðu hana frá Litháen, og flaug Baldur henni þannig skrásettri á 17. Íslandsmótinu í svifflugi 1994. Hún var síðar skráð sem TF-SBS hjá Flugmálastjórn Íslands 28. maí 2002 sem eign Baldurs Jónssonar o.fl. Hún var fjórða og síðasta LAK-12 svifflugan, sem skráð var hér á landi á árunum 1994-2002. Baldur seldi sviffluguna síðar til Hólmgeirs Guðmundssonar o.fl.
Svifflugan TF-SBS í spilstarti. (mynd: Flugheimur, BS)
Fjórir keppendur hafa notað TF-SBS á jafn mörgum öðrum Íslandsmótum í svifflugi. Fyrst Baldur Jónsson á 22. mótinu 2004, þá Kristinn Pálmason á 23. mótinu 2006, næst Ragnar E. Haraldsson á 24. mótinu 2008, og að lokum Karl Norðdahl á 25. mótinu 2011.
Í apríl 2012 var TF-SBS enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Hólmgeirs Guðmundssonar o.fl., Reykjavík.
FMS-nr. 824 TF-STK - Rolladen-Schneider LS4-a
TF-STK var smíðuð hjá Rolladen-Schneider, Þýskalandi, árið 1990, raðnúmer 4.775. Fyrri erlendar skráningar hennar voru D-1594 og OH-913. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 5. apríl 2001 sem eign Sigmundar M. Andréssonar.
Sigmundur flaug TF-STK í 21. Íslandsmótinu í svifflugi 2002, 22. mótinu 2004 og 23. mótinu 2006. Þá flaug Steinþór Skúlason henni til sigurs í 25. mótinu 2011.
LS4 svifflugan TF-STK á Sandskeiði. (mynd: Flugheimur, EN)
Í apríl 2012 var TF-STK enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Sigmundar M. Andréssonar, Garðabæ.
FMS-nr. 879 TF-SAA - Diamond HK-36TTC Super Dimona
Þessi mótorsviffluga er verulega endurbætt útgáfa af upphaflegu gerðinni H-36 Dimona, sem Karl Íslefsson keypti hingað til lands 1983, og var þá skráð hér sem TF-SKI. Hún er m.a. með mun aflmeiri fjórgengismótor, 115 hestöfl. TF-SAA mótorsvifflugan var smíðuð hjá Diamond Aircraft Industries árið 1998, raðnúmer 36.615, og fyrst seld til Bandaríkjanna, og þar skráð N-615TT. Hún var síðar skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 8. maí 2003 sem eign Svifflugfélags Íslands.
HK-36TTC mótorsvifflugan TF-SAA á Sandskeiði (mynd: Flugheimur)
Þann 31. júlí 2004 missti TF-SAA afl yfir Nesjavöllum, en sveif þaðan inn til öruggrar lendingar á flugvellinum við Selfoss.
Í apríl 2012 var TF-SAA enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands.
FMS-nr. 939 TF-SWK - Schleicher ASH-25
Þessi opna klassa tveggja-sæta "ofursviffluga" var hönnuð af Martin Heide, og framleidd hjá Alexander Schleicher Segelflugzeugbau, Poppenhausen a.d. Wasserkuppe, Þýskalandi. Samtals voru um 260 ASH-25 af fjórum undirgerðum smíðaðar, en þrjár þeirra, ASH-25E, ASH-25Mi og ASH-25J voru mótorsvifflugur. Martin Heide (f. 1952) var í Tækni- háskólanum í Stuttgart, og fjallaði lokaritgerð hans 1982 um nákvæmar flugprófanir á ASW- 22 hjá Schleicher. ASH-25 notar í reynd vængi ASW-22, og tveggja-sæta skrokk FS-31 svifflugunnar, sem þróuð var hjá Akaflieg Stuttgart.
Vænghaf 25,0 m, lengd 8,97 m, hæð 1,7 m, vængflötur 16,31 m2, vænghlutfall 38,32, vængprófíll HQ 17 og DU 84-132/V3, tómaþungi 478 kg, hámarksþungi 750 kg (þar af 200 kg vatn), hámarkshraði 280 km/klst., ofrishraði 69 km/klst., hámarks rennigildi 57 við 95 km/klst., lágmarks fallhraði 0,42 m/sek. og 75 km/klst. BGA-forgjöf 2012: 114.
Schleicher ASH-25 ofursvifflugan TF-SWK á Sandskeiði (mynd: Flugheimur)
TF-SWK var smíðuð hjá Schleicher árið 1986, raðnúmer 25.004. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 9. mars 2005 sem eign Orra Eiríkssonar o.fl.
Orri Eiríksson notaði TF-SWK 31. maí 2007 í flugi sínu frá Sandskeiði að Hundavötnum norðan Langjökuls, og lauk þar með skilyrðum fyrir íslenskt Silfur-C nr. 81.
Steingrímur R. Friðriksson keppti á TF-SWK á 23. Íslandsmótinu í svifflugi 2006 og 24. mótinu 2008, en Ásgeir Bjarnason hafði hana síðan til afnota á 25. mótinu 2011.
Í apríl 2012 er TF-SWK enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Orra Eiríkssonar o.fl., Mosfellsbæ.
FMS-nr. 976 TF-SAS - Schempp-Hirth Duo Discus T
Duo Discus tveggja-sæta svifflugan var þróuð og smíðuð hjá Schempp-Hirth, og flaug sitt fyrsta flug 1993. Síðar kom Duo Dircus T mótorsvifflugan, sem er með lítinn innfelldan hjálparmótor í skrokknum, sem dugar ekki til flugtaks. Meira en 500 af öllum undirgerðum voru framleiddar. Þær, sem eru í notkun hjá bandaríska flughernum, USAF, bera merkinguna TG-15A.
Vænghaf 20,0 m, lengd 8,62 m, vængflötur 16,4 m2, vænghlutfall 24,4, vængprófíll DFVLR HX 83, tómaþungi 420 kg, hámarksþungi 700 kg, hámarkshraði 250 km/klst., ofrishraði 60 km/klst., hámarks rennigildi 45 við 102 km/klst., lágmarks fallhraði 0,58 m/sek. við 96 km/klst.
Mótorsvifflugan með fyrri þýska skráningu, D-KUNK. (mynd: SFÍ)
TF-SAS var smíðuð hjá Schempp-Hirth árið 2000, raðnúmer 002, og var í Þýskalandi með skráninguna D-KUNK. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 26. júní 2006 sem eign Svifflugfélags Íslands.
Kristján Sveinbjörnsson hafði Duo Discus sviffluguna TF-SAS til afnota í 23. Íslandsmótinu í svifflugi 2006, þá flaug Ásgeir H. Bjarnason henni í 24. mótinu 2008, og að lokum Baldur Jónsson í 25. mótinu 2011.
Nýja Duo Discus T mótorsvifflugan, TF-SAS, komin á Sandskeið. (mynd: Flugheimur, EN)
Í apríl 2012 er TF-SAS enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sen eign Svifflugfélags Íslands.
FMS-nr. 1009 TF-SBT - Grob G103C Twin III SL
Þessi tveggja-sæta mótorsviffluga var þróuð hjá Grob, Þýskalandi úr G103 Twin Astir svifflugunni, sem fyrst flaug á gamlársdag 1976. Samtals voru um 290 smíðaðar. Grob varð gjaldþrota í ágúst 2008. Var hluti starfseminnar í árslok seld félaginu H3 Aerospace í München, sem þá endurskírði félagið Grob Aircraft AG.
Vænghaf 18,0 m, vængflötur 17,5 m2, vænghlutfall 18,5, vængprófíll Eppler E583, tómaþungi 390 kg, hámarksþungi 710 kg, hámarks rennigildi 36 við 107 km/klst., lágmarks fallhraði 0,70 m/sek. við 89 km/klst., 45 hestafla tvígengismótor Rotax 405, 80 lítra eldsneytisgeymir.
TF-SBT var smíðuð hjá Grob árið 1992, raðnúmer 35.011. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 13. júní 2007 sem eign Svifflugfélags Akureyrar, sem hafði keypt hana notaða frá Bandaríkjunum.
Mótorsviffluga Svifflugfélags Akureyrar TF-SBT á Akureyrarflugvelli. (mynd: Flugheimur, EN)
Þann 19. júní 2007 losnaði loftskrúfan af TF-SBT í 200 feta hæð skömmu eftir flugtak af Melgerðismelum. Rannsóknarnefnd flugslysa taldi að hún hefði ekki verið réttilega sett á. Þann 18. september 2011 lenti TF-SBT mjög harkalega á Akureyrarflugvelli, og skemmdist verulega. Flugmanninn sakaði ekki. Mótorsvifflugan var tryggð hjá Sjóvá, sem síðan bauðst til að greiða hana að fullu út.
FMS-nr. 1010 TF-ABS - Blanik
TF-ABS var smíðuð af LET, Tékkóslóvakíu, árið 1974, raðnúmer 025.901. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 31. júlí 2007 sem eign Arngríms Jóhannssonar.
Í apríl 2012 er TF-ABS enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar sem eign Arngríms Jóhannssonar, Akureyri.
Blanik tvísetan, TF-ABS, á flugi í Eyjafirðinum. (mynd: Flugheimur, BS)
FMS-nr. 1028 TF-STD - Schempp-Hirth Duo Discus T
TF-STD var smíðuð árið 2004 hjá Schempp-Hirth, Þýskalandi, raðnúmer 94 (Duo Discus). Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 9. maí 2008 sem eign Svifflugfélags Íslands.
Baldur Jónsson flaug TF-STD 20. júní 2006, þegar hann bætti innanlandsmetið í 300 km þríhyrningsflugi, og náði 69,6 km/klst. meðalhraða. Hann hafði einnig TF-STD til afnota á 24. Íslandsmótinu í svifflugi 2008. Mótorsvifflugan TF-STD var afskráð hjá Flugmálastjórn Íslands 7. júlí 2011, og seld til Japans.
TF-STD mótorsvifflugan á Sandskeiði (mynd: Flugheimur, EN)
FMS-nr. 1029 TF-SAX - Rolladen-Schneider LS8-18
Þessi svifflugugerð var hönnuð af Wolf Lempke, upphaflega smíðuð hjá Rolladen-Schneider, Þýskalandi, og fór í sitt fyrsta flug 1994. Þegar Rolladen-Schneider varð gjaldþrota árið 2003 tók DG Flugzeugbau við framleiðslu LS8. LS8 náði strax mjög góðum árangri í heims- meistaramótum í svifflugi árin 1995-2006. Af upphaflegu LS8 gerðinni hafa til viðbótar verið þróaðar þrjár síðari gerðir, LS8-a, LS8-s (15 og 18m), LS8-t. Sú síðast nefnda er með lítinn hjálparmótor. Samtals hafa um 490 af öllum þessum gerðum verið smíðaðar.
Vænghaf 18,0 m, lengd 6,72 m, hæð 1,33 m, vængflötur 11,4 m2, , vænghlutfall 28,4, vængprófíll Wortmann, tómaþungi 270 kg, hámarksþungi 525 kg, hámarks rennigildi 48, lágmarks fallhraði 0,51 m/sek. BGA-forgjöf 2012: 106.
TF-SAX var smíðuð hjá Rolladen-Schneider árið 2000, raðnúmer 8.343. Hún var skráð hjá Flugmálastjórn Íslands 10. júní 2008 sem eign Svifflugfélags Íslands. Skúli A. Sigurðsson notaði TF-SAX 10. ágúst 2009 í langflugi sínu frá Sandskeiði að Fossanesi í Hreppum, og lauk þar með skilyrðum fyrir íslenskt Silfur-C nr. 79. Kristján Sveinbjörnsson flaug TF-SAX í 24. Íslandsmótinu í svifflugi 2008 og í 25. mótinu 2011.
Rolladen-Schneider LS8-18 svifflugan TF-SAX komin á Sandskeiðið (mynd: Flugheimur, EN)
Í apríl 2012 er TF-SAX enn skráð í loftfaraskrá Flugmálastjórnar Íslands sem eign Svifflugfélags Íslands.
Lokaorð
Við skráningu þessara upplýsinga um renniflugur og svifflugur á Íslandi árin 1931- 2011 hefur verið leitast við að hafa þær réttar, og sannreyna að svo er. Engu að síður er fyllilega við því að búast að einhverjar villur hafi slæðst í textann. Ennfremur kann að vanta ýmsar aðrar áhugaverðar upplýsingar.
Lesendum er því vinsamlegast bent á að senda leiðréttingar og/eða viðbætur til undirritaðs, sem gæti komið þeim að við síðari og endurbætta útgáfu skjalsins:
Leifur Magnússon, Barónsstíg 80, 101 Reykjavík
símar: 562 3344 og 894 4542 netfang: leifur@baro.is
Helstu heimildir
- Stamer og A. Lippisch: "Gliding and Sail-Planing", útgefin 1930 (bresk þýðing).
- Tímaritið Flug, mars 1939: "Þýski svifflugleiðangurinn" (bls.15-20).
- Tímaritið Flug, október 1946: "Ávarp formanns SFFÍ, á 10 ára afmælissýningu".
- Tímaritið Flug, febrúar 1947: "Svifflugdálkur" (bls. 7-9).
- Philip Wills: "On being a bird", fyrsta útgáfa 1953, endurútgefin 1977,
- Tímaritið Flug, desember 1953: "Skrásettar ísl. flugvélar og svifflugur í 1953".
- Philip Wills: "Where No Birds Fly", úgefin 1961.
- Arngrímur Sigurðsson: "Annálar íslenskra flugmála" 2, 1928-1931, útgefið 1972.
- Arngrímur Sigurðsson: "Annálar íslenskra flugmála" 3, 1931-1936, útgefið 1974.
- Arngrímur Sigurðsson og Skúli Jón Sigurðsson: Samantektir um íslensk loftför, að hluta til birtar í tímaritinu Æskan.
- Eggert Norðdahl: "Svifflugur Svifflugfélags Íslands 1936-1986 og félagsmanna þess", tekið saman í ágúst
- Arngrímur Sigurðsson: "Annálar íslenskra flugmála" 4, 1936-1938, útgefið 1987.
- Arngrímur Sigurðsson: "Annálar íslenskra flugmála" 5, 1939-1941, útgefið 1988.
- Arngrímur Sigurðsson: "Annálar íslenskra flugmála" 6, 1942-1945, útgefið 1990.
- Eggert Norðdahl: "Flugsaga Íslands 1919-1945", 1. bindi, útgefin
- Günter Brinkmann og Hans Zacher: "Die Evolution der Segelflugzeuge", 1992/1999.
- Ársskýrslur Rannsóknarnefndar flugslysa 1984-2011 og vefsíða
- Vefsíða Flugheims, flugheimur.is, (loftfaraskrá).
- Vefsíða Flugmálastjórnar Íslands, flugmalastjorn.is, (loftfaraskrá).
- Vefsíða Flugsafns Íslands, flugsafn.is.
- Vefsíða Svifflugfélags Akureyrar, svifflug.is.
- Vefsíða Svifflugfélags Íslands, svifflug.com.
85 ljósmyndir: Arngrímur Sigursson, "Annálar íslenskra flugmála" (2), Flug- heimur, vefsíða (25), Flugsafn Íslands, vefsíða (2), Leifur Magnússon (18), Svifflugfélag Akureyrar, vefsíða (6), Svifflugfélag Íslands, vefsíða (27), og fimm aðrir aðiljar (5).