Aðalfundarboð SFÍ 2025

Boðaður er aðalfundur Svifflugfélags Íslands fimmtudaginn 6. mars 2025.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal, sal c, 3. hæð og hefst klukkan 19.


Dagskrá skv. samþykktum félagsins sem sjá má á https://www.svifflug.com/log-felagsins  Þar segir: 
1.    Skýrsla um starfsemi félagsins á síðasta starfsári. 
2.     Reikningar lagðir fram til samþykktar. 
3.     Kosning formanns, meðstjórnenda og endurskoðenda. 
4.    Innganga nýrra félaga og samþykkt þeirra. 
5.    Kosning fulltrúa á þing FMÍ það ár sem þing og aðalfundur fara saman. 
6.    Tillögur teknar til meðferðar.
7.    Ákvörðun inntökugjalds og árgjalds félagsins.
8.    Önnur mál.

Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á árgjaldi félagsins þar sem í félagsgjöldum eru innifalin tog á spili og daggjöld eru felld inn í félagsgjaldið.
Tillaga að gjaldskrá 2025 er á vef félagsins: https://svifflug.com/gjaldskra
Félagar eru hvattir til að kynna sér hana rækilega og mynda sér skoðun á þessari breytingu.

Úr stjórn ganga Alexander Dníelsson, Jón Hörður Jónsson og Pálmi Franken.  
Daníel H. Snorrason gefur kost á sér í áframhaldandi starf formanns félagsins. 
Öðrum er frjálst að gefa kost á sér í samræmi við samþykktir félagsins. 
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starfsemi félagsins. 

Fyrir hönd stjórnar, 
Daníel H. Snorrason, formaður

Leave a comment

Please note that we won't show your email to others, or use it for sending unwanted emails. We will only use it to render your Gravatar image and to validate you as a real person.

Hello
Hello - föstudagur, 21. mars 2025

kyasvE PVh TdSfPTd