Boðaður er aðalfundur Svifflugfélags Íslands fimmtudaginn 6. mars 2025.
Fundurinn verður haldinn í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal, sal c, 3. hæð og hefst klukkan 19.
Dagskrá skv. samþykktum félagsins sem sjá má á https://www.svifflug.com/log-felagsins Þar segir:
1. Skýrsla um starfsemi félagsins á síðasta starfsári.
2. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Kosning formanns, meðstjórnenda og endurskoðenda.
4. Innganga nýrra félaga og samþykkt þeirra.
5. Kosning fulltrúa á þing FMÍ það ár sem þing og aðalfundur fara saman.
6. Tillögur teknar til meðferðar.
7. Ákvörðun inntökugjalds og árgjalds félagsins.
8. Önnur mál.
Fyrir fundinum liggur tillaga að breytingu á árgjaldi félagsins þar sem í félagsgjöldum eru innifalin tog á spili og daggjöld eru felld inn í félagsgjaldið.
Tillaga að gjaldskrá 2025 er á vef félagsins: https://svifflug.com/gjaldskra
Félagar eru hvattir til að kynna sér hana rækilega og mynda sér skoðun á þessari breytingu.
Úr stjórn ganga Alexander Dníelsson, Jón Hörður Jónsson og Pálmi Franken.
Daníel H. Snorrason gefur kost á sér í áframhaldandi starf formanns félagsins.
Öðrum er frjálst að gefa kost á sér í samræmi við samþykktir félagsins.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starfsemi félagsins.
Fyrir hönd stjórnar,
Daníel H. Snorrason, formaður
Hello - föstudagur, 21. mars 2025
kyasvE PVh TdSfPTd